30.5.01

Gaudi gardurinn
Í dag fórum vid í Gaudigardinn og vorum thar fyrri part dagsins. Thar eru mjog fallegir bogalaga bekkir skreyttir mósaikflísum og tvo hús eftir Gaudi sem líta út eins og hús nornarinnar í Hans og Grétu. Thannig eru oll Gaudi húsin hérna - eins og saelgaetishallir eda kastalar aevintýranna. Barcelona er borg flísa og fleygadra horna, alls stadar keramik, mosaík og steinflísar og alls stadar bogadregnar brúnir, meira segja eru oll gotuhorn hérna fleygud og verda thannig eins og torg á ollum gotuhornum.

Í nedanjardarlestinni lentum vid í smáaevintýri thví thar voru vasathjofar á ferd. Thessir voru thrír saman og sérhaefa sig greinilega í ad raena fólk í rúllustigum, ég sá ad their hofdu augastad á veski mínu og einn tród sér vid hlidina á mér í rúllustiganum, ég faerdi veskid hinu megin en sá stuttu seinna ad hann var ad fara ofan í vasa Magnusar sem var fyrir framan mig og leita ad einhverju fémaetu. Magnus vard einskis var. Ég gerdi mikinn hasar út af thessu, sló til raeningjans og hótadi ollu illu (thad er ad kalla til logreglu) og vard úr thessu soldill hasar. Vid nenntum hins vegar ekki ad gera meira í thessu, hefdi tekid daginn og erfitt um sannanir. En af thessu má laera ad audvelt er ad láta raena sig hér ef menn hafa gaman af thví.

Í gaerkvoldi gengum vid um borgina í nágrenni stadarins sem vid búum á en vid erum alveg vid Se Grada Familia kirkju eftir Gaudi. Vid gengum gotur sem voru nokkurs konar gongugotur og bekkir alls stadar og roluvellir fyrir born. Vid búum í íbúd med einum hollenskum strák 27 ára sem aetlar ad setjast hérna ad í borginni ef honum líkar hér vel. Íbúdin okkar er á fyrstu haed og vid hofum fínan bakgard fyrir okkur eda storar útisvalir og thurfum ad ganga nokkrar troppur upp á thaer. Svo kom í ljós í gaer ad naestu nágrannar sem sátu út í bakgardi sínum sem er svona einni haed laegri en okkar eru líka á sama málaskóla og thad eru brattur laus tréstigi sem vid getum klifrad á milli gardanna og their budu okkur yfir og vid sátum úti hjá theim vid kertaljós og raudvinsdrykkju til klukkan ad ganga eitt eftir midnaetti. Vid kunnum feikivel vid nágrannanna og hana frú Marínu sem leigir okkur.

29.5.01

Gotneska hverfid i Barcelona


Í dag fórum vid i skodunarferd um gamla borgarhlutann i Barcelona en thad var upphaflega virki byggt af Rómverjum og thá var í kringum thad ekki neitt théttbýli. Núna erum vid i tíma og ad laera um sagnbeygingar í spaensku.

28.5.01

Sest á skólabekk í Barcelona

Erfiður dagur. Átti ekki von á því að þetta yrði svona þungt nám. Byrjuðum á að taka stöðupróf í morgun og svo byrjaði kennslan á fullu núna eftirmiðdaginn. Komum niður úr Pýreneafjöllunum seint í gær en höfðum thó tíma til að ganga niðri í bæ á Rambla.

25.5.01

14-2 fyrir Dani


Einu sinni bárust menningarstraumar til Íslands frá Evrópu í gegnum dönsku blöðin. 68 kynslóðin og eldri verður alltaf full vandlætingar þegar rætt er um Andrés Önd. Jú, hvað allt hafi farið niður á við hérna eftir að farið var að íslenska öndina og svo fylgir alltaf sama setningin: "Ég lærði nú alla mína dönsku úr Andrésblöðunum". Maður bara fær á tilfinninguna að fólkið sé öllum stundum að skrafa saman á dönsku.

En nú er öldin önnur og Andrés danski allur. Nýjar sögur eru sagðar um hvernig Jónas Hallgrímsson dó og hvar hans jarðnesku leifar hvíla. Áhugaverð nútímaþjóðsaga um danskan bakara og danska lækna.

Nú er okkar nýja þjóðskáld Hallgrímur Helgason farinn að skrifa fyrir Dani í dönsku blöðin. Fyndin og góð krufning á íslensku smá(þjóðar)sálinni.

24.5.01

Tíðarandi í aldarbyrjun


Í gær fór ég á málþing í Reykjavíkurakademíunni um tíðarandann í aldarbyrjun. Þetta þing var tengslum við erindaflokk sem birst hefur í Lesbók Morgunblaðsins og þeir sem fluttu erindi hafa líka skrifað greinar í Lesbókina. Mér fannst þetta vera svona þing um hvernig við skynjum fortíð og nútíð. Ekkert mikið um framtíð nema helst um hvernig fortíð verður skynjuð í framtíðinni þ.e. hvaða saga kemur til með að verða ofan á og vinsælust um okkar nútíma. Áhugavert að spá í hvernig fornleifafræðingar hugsa og hvaða sjónarmið eru þar uppi: Á að leita að stórasannleika og stórsögum? Eða er fortíðin púsluspil þar sem um að gera er að finna sem flest púsl og þegar nógu mörgum hefur verið raðað þá fer heildarmyndin að koma í ljós? Eða er fortíðin eins og morðgáta sem fornleifafræðingurinn þarf að leysa eins og spæjari að leita að vísbendingum? Það var fjallað um hvort það hefði einhvern tilgang að skipta tímanum upp tímaskeið eða aldir - hugtök eins og Lærdómsöld hefði verið búið til af Sigurði Nordal og svo ratað inn í kennslubækur sem einhver óvéfengjanleg flokkun á flaumi tímans og aldanna sígandi straumi. Í umræðum eftir erindin var rætt um hvort nútíminn einkenndist ekki af tortryggni á hefðbundina fræðilega framsetningu og það væri þetta kall á hina persónulegu rödd - kannski svipað eins og í einsögunni. Fræðimaðurinn setti sig í gervi listamannsins (hér misheyrðist mér og fannst vera sagt að fræðimaðurinn væri gervilistamaður...hmmmm...)

Skemmtilegt þing og fékk mig til að hugsa um hvernig ég myndi lýsa nútímanum. Held að ég myndi gera það með brotakenndum myndum. Vera upptekin af því að spá í hvað er líf og hvað felst í að vera til. Heimsmynd sem skilgreinir líf út frá amínósýrum og frumuvexti passar ekki á tímum sæborganna þegar vél og manneskja renna saman. Kannski myndi ég lýsa nútímanum með því nota líkama minn sem efnislegt og tölulegt viðmið og búa til táknkerfi út frá því. Ég hef tíu fingur og myndi kannski setja allt upp í tíum. Nota mælieiningu eins og aldir (tíu-tíur) fyrir flæði tímans og prósentur (hlutir af tíu-tíum) til að mæla ástand hluta. Kannski skrifa niður einhver tíu orð sem væru mest lýsandi. Kannski líka einhverjar tíu táknmyndir. Kannski lýsa einhverju sem gæti hafa aðra merkingu, einhverju sem er hluti af draumi en ekki skynjun, einhverju sem er eins og bók sem er í útláni frá Huldubókasafninu í Hafnarfirði.

Baugur - Bónussparigrísinn



Núna í mars byrjaði ég að versla hlutabréf á Netinu og fylgjast svo með hlutabréfaeign minni í gegnum Netið. Ég er mjög heilluð að þessari tækni að geta svona keypt og selt og aflað sér bakgrunnsupplýsinga til að vera upplýstur kaupandi og sé fram á að þetta geti orðið skemmtilegt tómstundagaman. Eiginlega hef ég ekki í mörg ár fylgst eins vel með íslensku atvinnulífi og núna, ég skoða stutt yfirlit yfir fyrirtækin á Verðbréfaþingi Íslands og stundum fletti ég upp heimasíðum þeirra og les ársskýrslur og ársreikninga. Svo skráði ég mig líka á Wall Street og verslaði smá þar. Gasalega flott.

Alltaf að tapa
Það væri alveg frábært og ég myndi bara aldrei þreytast á að skoða á að skoða yfirlit yfir hlutabréfaeign mína sem er alltaf uppfærð á nýjasta gengi bréfa ef það væri ekki eitt smáatriði. Ég er alltaf að tapa. Það eru takmörk fyrir því hvað er gaman að hafa svona ofboðslega netvædda og nákvæma yfirsýn yfir hvað maður tapar miklu. En svona er þetta nú bara með flest hlutabréf í dag, þau eru búin að vera í frjálsu falli undanfarna mánuði. En einhvern tíma hlýtur botninum að vera náð... vona ég. Ég held alla vega að það hljóti að vera skynsamlegt núna að kaupa hlutabréf ef fjárfest er til lengri tíma og varfærni gætt í fjárfestingum. Alla vega er verð hlutabréfa ekki smurt núna með því gullgrafara og lottóvinningsálagi sem einkenndi hlutabréfakaupæðistímabilið.

Baugur í Morgunblaðsopnu
Opnan í Morgunblaðinu í dag er um Baug. Fyrirsögnin er "Umsvif Baugs hafa ríflega tvöfaldast" og svo er risastór mynd af bleika Bónussparigrísnum og það er ekki smápeningar sem skoppa í þann sparibauk núna. Nei, - núna er það sjálf Kringla heimsins þ.e. sjálfur jarðarhnötturinn sem þrengir sér niður í sparibaukinn. Svo eru ýmislegs tölfræðiskraut á síðunni í fallegum litum, um síhækkandi gengi Arcadia og súlurit yfir væntanlegan hagnað þar alveg til ársloka 2003.

Verslun um fæði og klæði breytir um svip
Eitt það sem mér finnst skemmtilegt að gera þegar ég kem í ókunn lönd og framandi menningu er að fara í verslanir eða markaði þar sem fólkið á svæðinu verslar fæði og klæði. Skoða hvernig viðskipti fara fram, hvernig er vörum raðað upp, hvernig vörur er verið að selja og hvernig eru vörur falboðnar - hvað ræður verðinu og hvernig eru vörur kynntar. Það er líka gaman að skoða feril íslensks fyrirtækis sem einmitt verslar með fæði og klæði til að skoða hvaða breytingar hafa orðið á íslensku samfélagi. Skoða hvernig leiðin liggur frá lítilli lágvöruverslun í Lækjargötu í útrás í fatakeðju í Bretlandi og matarbúðakeðjur í Bandaríkjunum. Hvernig leiðin um heimskringluna krækir fyrir tvær verslunarkringlur á Íslandi.

Kaupþing segir hlutabréf í Baug góða fjárfestingu
Fjármálafyrirtækið Kaupþing birti í fyrradag grein Bestu kauptækifærin um þessar mundir þar sem mælt er með kaupum í hlutabréfum fimm fyrirtækja og eitt þeirra er Baugur. Þar segir m.a.: "...Gengið hefur raunar þegar hækkað úr tæplega 40 pence í 270 pence. (þ.e. gengi Arcadia sem Baugur keypti 20% hlut í) Baugur situr þannig á um það bil fjögurra milljarða óinnleystum gengishagnaði sem ætti nú þegar að auka markaðsvirði félagsins stórum. Gríðarleg sóknartækifæri leynast í lágvörukeðjunni Bill’s dollar stores sem félagið eignaðist á dögunum....".

Ég segi hlutabréf í Baugi fjárhættuspil
Ég held ekki endilega að Kaupþing hafi á réttu að standa þó að það sé stórt fyrirtæki og þar vinni 300 manns og ákvað að gera mína eigin greiningu á Baugi. Bara skoða gegnum Google upplýsingar um Arcadia o.fl. og meta sjálf. Fyrirtækið hefur yfirburðastöðu á íslenskum markaði í smásöluverslun og nýtur þar örugglega stærðar sinnar. Þó að það þrengist í atvinnulífi þ.e. komi kreppa þá ættu grónar verslanir sem sérhæfa sig í vörum á lágu vöruverði að standa vel. Það er hins vegar þrennt sem Baugur stendur í sem mér finnst hljóti að vera áhættusamt.

1) Kaup á stórum hlut á Arcadia fataverslunarkeðjunni í Bretlandi. Þessi keðja er næststærst þ.e. á eftir Marks og Spencer. Mér finnst svolítið undarlegt hvað hlutabréfaverð í Arcadia hefur hækkað og held að hluti af þessari hækkun stafi af þeirri auknu eftirspurn í bréfum sem m.a. kom til vegna uppkaupa Baugs o.fl. Það voru fjórir aðilar íslenskir (m.a. Kaupþing) sem keyptu upp hluti í Arcadia en seldu svo Baug og með hverju borgaði Baugur? Með eigin hlutabréfum og með yfirtöku skulda. Þessi Stuart Rose sem núna stýrir Arcadia er örugglega kraftaverkamaður en hann hefur komið víða við, stýrði bresku Iceland frystivörukeðjunni (hvernig tengist hún Íslandi? get ekki séð að það séu íslenskir aðilar skráðir meðal stærstu eigenda en stjórnandinn núna heitir Grimsey) en gengi hlutabréfa í þeirri keðju hefur fallið mjög frá því hann hætti þar í nóvember á síðasta ári. Ég las líka um að endurskipulagningu á Arcadia þ.e. að fækka framleiðslulínum þ.e. voru frá 13 aðilum og að það yrði gert með einhverju sem heiti "management buyout" sem ég held að merki að gerðir séu samningar við stjórnendur í þeim verslunum sem á að losna við um að þeir reki verslunina á eigin reikning (hef kannski misskilið þetta) en það þýðir að ef illa gengur hjá þeim þá sitji Arcadia uppi með þær aftur. Þetta er alla vega áhættusamara en selja burtu þær vörulínur sem ekki skila nógri veltu/hagnaði. Mér virðist því Arcadia ekki endilega vera orðið gullmoli þ.e. alla vega á þetta fyrirtæki eftir að sanna sig.

2) Þessi lágvöruverslunarkeðja í USA Bills Dollar Store sem Baugur keypti er mér ráðgáta. Hvað vakir fyrir Baug með þessum kaupum? Hafa stjórnendur þar einhver markmið sem ég sé ekki þ.e. vilja þeir komast inn á USA markað með einhverjar vörur eða færni sem fyrirtækið hefur? Mér finnst alla vega ólíklegt að Baugur hafi keypt þessar verslanir til að læra eitthvað um USA matvörumarkaðinn og fá fótfestu þar þannig í gegnum vel rekið fyrirtæki. Þá hefðu þeir ekki keypt fyrirtæki á heljarþröm en Bills Dollar Store var víst í gjaldþrotaskiptum þegar þegar Baugur keypti það. Á meðal ég sé ekki neina framtíðarstrategíu í þessum kaupum eða einhverja færni sem kaupandinn (þ.e. Baugur) býr yfir sem getur breytt fyrirtæki á heljarþröm í tekjulind þá finnst mér þetta hljóti að vera afar áhættusamt.

3) Smáralindin. Teikn eru á lofti um að við séum að fara inn í efnahagslægð. Gengi hlutabréfa er einn mælikvarði á það því verð þeirra endurspeglar von um ágóða í framtíðinni. Svo er núbúið að fella krónuna. Hlýtur ekki að vera óljóst hvað verður við opnun á risavaxinni nýrri verslunarmiðstöð sem enga viðskiptavini á fyrir að opna á þannig tímum? Hlýtur ekki að vera erfitt að greiða niður háan byggingarkostnað og frá þenslutíma með rekstri á nýjum verslunum á samdráttartíma? Hlýtur ekki að vera erfitt fyrir fyrirtæki sem fjármagnar framkvæmdir með erlendum lánum en aflar allra tekna sinna í íslenskum krónum þegar gengi krónunnar hrapar svona?. Smáralindin verður opnuð á þessu ári.

Mín greining er sem sagt að það sé áhættusamt að kaupa hlutabréf í Baug núna út af þessu þrennu.

Hver verður framtíðin? Hvaða sögur verða þá sagðar um fortíðina?
En það verður bara framtíðin sem sker úr um það hvort Bónussparigrísinn verði áfram bústinn. Sennilega borgar sig þó að vera fyrirhyggjusamur og búa sig undir það versta eins og sumir af grísunum þremur í ævintýrinu. Þar þó raunar sama á hvaða lund sagan fer, það verða alltaf til margar útgáfur af henni , allt eftir því hver sögumaðurinn er.

22.5.01

Klónuð fegurð


Á föstudaginn var birtist opnumynd í DV af þátttakendum í Fegurðarsamkeppni Íslands. Ljósmyndari og útlitshönnuður þeirrar síðu er sannur listamaður því honum tókst búa til opnumynd sem sagði eitthvað allt annað en hver einstök andlitsmynd. Eitthvað um að þetta væri keppni í að vera sem mest eins. Eins háralitur. Eins hárgreiðsla. Eins augnabrúnir. Eins munnsvipur. Eins augnaráð. Eins tennur. Eins kjálkabygging. Eins nef. Eins húðlitur. Eins förðun. Svo var stúlkum raðað líka á síðuna eftir því hversu eins þær væru þeirri mynd sem var til hægri og vinstri við þær og þær sem voru mest eins í miðjunni og mér var alveg lífsins ómögulegt að sjá út að þær fimm eða sjö myndir sem voru þar í miðröðinni væru ekki allar af sömu manneskjunni. Uppsetning á þeim myndum sem birtar eru á vefsíðu Broadways af keppendum í Fegurðarsamkeppni Íslands 23. maí 2001 hefur alls ekki sömu listrænu fágun og þessi frábæra DV opna.

Það er eins og þessar nánast eins andlitsmyndir segi okkur eitthvað um hvernig einhverjum hópum finnst að Eðal-Íslendingur af kvenkyni anno 2001 eigi að líta út - svona norrænt yfirbragð og hjarðmeyjarlegt útlit, upplitsdjarfar, hraustlegar, ákveðni í svipnum en þó milt yfirbragð.

Hver skyldi svo vinna í svona EINS keppni? Sú sem er mest eins - sú sem er mest lík öllum hinum eða mest lík einhverri fullkominni fyrirmynd? Eða sú sem er fulltrúi fyrir eitthvað sem þeim sem velja finnst vert og tímabært að draga fram. Árið 1945 að aflokinni heimstyrjöld varð stúlka af gyðingaættum fegurðardrotting Ameríku. Árið eftir sprengiárásirnar í fylkinu Oklahoma þá vann fegurðardrottning frá því fylki Ameríkukeppnina. Þegar ég var við nám í USA þá varð svört kona fegurðardrottning Ameríku. Strax eftir krýninguna var hún umkringd af fjölmiðlafólki og spurð hvað eftir annað eitthvað hvernig væri að vera svört og vinna svona keppni. Hún sagði þessi orð: "Being black is the least of what I am" og allt ætlaði að verða vitlaust í pressunni næstu daga, hún var ásökuð fyrir að afneita uppruna sínum og skammast sín fyrir að vera svört.

Ég hef heyrt samfélagsfræðinga og síðnútímafræðinga (postmodernista) tala um ÖÐRUN (þýðing á "othering") sem einhvers konar leið til að skilja milli síns og hinna, að framandgera og draga fram í dagsljósið allt sem getur búið til bil og sýnt að einhverjir séu öðruvísi.

Ég held helst að það sem fer fram í svona fegurðarsamkeppnum sé andstæðan við það, kannski frekar einhver skonar EINSUN eða leit að einhverju sameiginlegu viðmiði - svona eins og að finna minnsta hugsanlegan samnefnara. Einhvern sem smellpassar í tilbúið mót - kannski skó eins og í sögunni um Öskubusku. Svo með því kjósa einhvern sem fulltrúa t.d. svarta konu er eins konar stimpill, það er OK að vera svartur. (Innskot: Gaman væri að fegurðardrotting Íslands væri dökkhærð svona til að sýna að það er OK að vera ekki með litað hár)

Það hefur örugglega einhverja merkingu að Páll Óskar er í sviðsljósi sem skemmtikraftur kvöldið sem keppnin er haldin. Hann hefur verið áberandi í dragkúltúr sem mér virðist í fljótu bragði vera andstæðan við svona fegurðarsamkeppni, það er frekar keppni í að vera ÖÐRUVÍSI ekki í að vera EINS. Kannski uppgötva ég seinna hvers vegna Páll Óskar er á dagskránni og kannski er þetta vísbending í hvaða átt þessi keppni stefnir.

En ég hef nú ekki miklu reynslu af hinum harða heimi fegurðar og tísku. Fór þó á eina afar eftirminnilega tískusýningu á vorsýningu Listaháskóla Íslands núna í maí. Þar sýndi listakonan Kristín.

17.5.01

Leggjum plaströr um landið!! - Ljósleiðaralýðnet


Maður dagsins hjá mér í dag er Gísli Hjálmtýsson en hann er einn af höfundum skýrslu um fjarskipatþjónustu vegna fjarkennslu. Gísli er stórhuga og framsýnn og mér finnst hans ráðleggingar vera sannfærandi.

Niðurstöður nefndar um fjarskiptaþjónustu vegna fjarkennslu Fréttatilkynning
Skýrsla nefndarinnar á pdf formi

Þetta leggur Gísli til:

1. Fjarkennslunetkerfið byggist á Internetstöðlum, þar með talið netviðmót og gagnaflutningur, sem og margvarp og lotustýringar. Kerfið styðji beina tengingu IP netbúnaðar og noti IP gagnabrúun fyrir núverandi búnað.

2. Stórauka Internet tengingar framhaldsskóla og símenntunarstaða, og samnýta þessar tengingar fyrir fjarkennslustrauma. Námsstaðir tengist beint við Internetveitur (IP samband), og hafi að minnsta kosti 100 Mbps bandvídd.

3. Nota verulega rýmd til að einfalda kerfið. Ekki skal stefnt að hámörkun nýtni. Nota gæðalíkön Internetsins – forgangsstrauma og 20-60% nýtingu. Í upphafi skal hver lota ráða við fullan 4,5 Mbps MPEG straum og að kennari geti séð alla nemendur sínasem kallar á fjóra til fimm slíka strauma eða um 20Mbps.

4. Styðja ósamleitni í búnaði og netsamböndum. Þjónustan geti nýtt netþjónustu á hverjum stað og að hver staður geti valið búnað og netgátt sína óháð öðrum.

5. Nota hugbúnað þar sem því verður við komið. Sérlega á þetta við um búnað notenda, en jafnframt eftir megni allan sérstakan netbúnað fjarkennslunetsins.

6. Nýta umfremd hnúta og tenginga til að fá aukinn áreiðanleika og ríkara netgraf. Kerfið hafi að minnsta kosti tvo margvarpshnúta og tvo lotustýrihnúta.

Svo fannst mér hugmyndirnar um fjöleignarljósleiðaranet skemmtilegar:
"Lagður er ríflegur fjöldi ljósþráða á milli þátttakenda og er oft hagað þannig að þeir enda allir í tiltekinni byggingu þar sem unnt er að bjóða aðstöðu fyrir verktaka til að lýsa upp þræðina og tengja ýmsar þjónustur sem óskað er eftir. Talið er að með þessu fyrirkomulagi geti vaxið upp og þrifist tiltölulega smá tæknifyrirtæki sem sjái notendum fyrir margs konar þjónustu um ljósleiðaranetið."

Meginkostnaður við ljósleiðarakerfi í þéttbýli er að grafa rörin í jörð. Bara um að gera að setja niður rör, svo er hægt að blása í þau ljósleiðurum.

16.5.01

Kviksögur


Hvernig merking orða snýst við
Ég sá í DV í gær mynd af skúr sem tengdist einhverju átaki um losun á lífrænum úrgangi þar sem á stóð stórum stöfum VISTMENN og ég álykta að það kalli þeir sig sem eru í forsvari eða vinna að þessu átaki. Ef svo er þá er þetta gott dæmi um orð þar sem merking er að snúast við - nú er þetta orð helst tengt því að vera ekki sjálfs sín, umkomuleysi og að vera háður gæslu og umönnun annarra - eins konar fangi en ekki vegna glæps heldur ástands. En hinir umhverfisvænu vistmenn eru meira eins og Græni herinn hans Jakobs, staðráðnir í breyta umhverfi sínu.

Orðið LEIÐBEINANDI hefur ekki fagra merkingu innan kennarastéttarinnar, þetta orð er notað um þá réttlausu og stéttlausu sem hafa ratað í kennslu vegna þess að ekki fékkst réttindakennari.

Það er eins og orð sem varða fötlun og frávik séu í eilífum eltingaleit við almenningsálitið eða það afl sem reynir að steypa alla í sama mót. Orð verða fljótt barmafull af fordómum og gildishlaðið svo það þarf að taka ný orð í notkun. Aumingi, vangefinn, hálfviti eru ekki notuð í dag og ekki sagt að fólk sé vitskert en það getur verið þroskaheft. Misþroska geta allir verið núna og geðhvörf hrjá marga. Skrýtið að ofnæmi sé ekki viðurkennt sem andlegur sjúkdómur líka, ég held að margir sættu sig frekar við þá greiningu en að vera greindir ímyndunarveikir. Það er líka eitthvað flottara við að vera haldinn frestunaráráttu og verklokafælni en að vera sagður latur og ljúka engu.

Þessi hugleiðing um viðsnúin orð fékk mig til að smíða orð fyrir "weblogs" eða stuttar frásagnir í rými á Netinu sem allir geta nálgast og samskipti tengjast út og suður þannig að allir geta talað við alla. Ef slíkum frásagnum er útvarpað á forminu einn (t.d. fjölmiðill) til allra þá heita þær FRÉTTIR. En mín hugmynd er að dusta rykið af gömlu lítið notuðu orði og það er orðið KVIKSÖGUR. Mér finnst það hljómfagurt orð og minnir á KVIKMYNDIR og það nær hreyfingu og breytingakraftinum sem er í svoleiðis umhverfi þ.e. orðið er bæði hröð hreyfing og saga. Ég er líka afar upptekin núna af því að allt sem við erum að bardúsa er ekki annað en sögur.

KVIKSÖGUR er núna neikvætt hlaðið orð - táknar sögur sem vafasamt sannleiksgildi er fyrir - kviksögur fara á kreik og dreifast hratt og skaða æru fólks. En það er nánast týnt orð og má alveg taka til annarra nota.

15.5.01

Vefleiðarar sem frásagnir


elearningpost - June 2001: Grassroots KM through blogging

Höfundar ræða um þekkingarstjórnun (Knowledge Management) og hvernig fyrirtæki læri - hvernig einhvers konar formaðar upplýsingar eða þekking þurfi að flæða alls staðar um fyrirtækið.

Vandamálið sé hins vegar að þekkingarstjórnunarverkfæri í dag eru svo flókin. Hins vegar er völ á einföldu verkfæri fyrir þekkingarstjórnun sem þar að auki er sprottin úr grasrótinni.

We are talking of the "storytelling" as the killer strategy, and "blogs" as the killer technology.

Höfundarnir telja að frásagnarlist sé sú aðferð sem mun slá næst í gegn í þekkingarstjórnun og það á því annálaformi sem við þekkjum úr blogginu.

Höfundar ræða um hvernig sögur hafa alltaf verið sagðar í fyrirtækjum og stofnunum og eru hluti af menningunni þar.

David Weinberger í Joho feb.5, 99:
Þekking er frásögn. Sögur.
Við lærum hvernig hlutirnir virka með því að hlusta á sögur. Sögur eru ekki eins og upplýsingar, þær hafa upphaf og endir og atburðarásin skiptir máli. Þær eru um atburði ekki ástand. Sögur fjalla um hvernig atburðir tengjast.Sögur eru um fólk. Sögur eru ólíkar efnahagsspá eða greiningu sem byggir á því sem áður hafði gerst - að því leyti að þær spá ekki að framtíðin verði eins. Það er mannleg rödd sem segir söguna og það skiptir máli hver sögumaður er.

Ef við getum ekki sagt söguna um eitthvað þá skiljum við ekki hvað hefur gerst. Við skiljum betur hvað hefur gerst gegnum góðar sögur en leiðinlegar útskýringar.

Sagnalist áhrifaríkust á því sviði þekkingarstjórnunar þar sem orð eru ekki til

Fyrirtæki verða að læra hraðar en aðrir og þekkingin að breiðast hratt út innan fyrirtækisins

Seely Brown talar um tvo andlit þekkingar - annars vegar þekkingu sem lifir í skjölum og höfðum og hins vegar dulda þekkingu eða færni sem lifir í fólki og hvernig það vinnur.

Hann talar um hvernig fólk sem vinnur saman lengi myndar samfélag þar sem hugmyndir flæða um og eiga greiðan aðgang in en ekki endilega út. Að búa til þannig hugmyndaflæði út, ekki endilega í þröngu samfélagi er mikilvægt viðfangsefni.

Nýbreytni er fólgin í að yfirvinna andspyrnu eða tregðu sem getur líka verið tregða sem felst í að halda í einhver landamæri eða mörk. Þetta er ekki síst sjáanlegt í byggingarlist en góður arkitekt breytir hindrun í verkfæri.

Storytelling is one way to influence the tacit knowledge in people, just as coaching (which is nothing but a whole bunch of stories) influences the tacit knowledge in players.

blogs are personal websites, usually maintained by an individual, constantly updated with new information, personal experiences, analysis, hyperlinks and commentary on just about anything, to a repeat audience

Stílsnið og sögur í máli og (ljós)myndum

Ég er að æfa mig að nota svona stílsnið CSS á vefsíðum og sjá hvernig hægt er að nota þetta með ákveðnum bakgrunnum. Mér sýnist notkun á svona stílum gera mun auðveldara að stjórna og breyta letri sem er á vefsíðum.
Hér eru þrjár nýlegar myndasögur með ljósmyndum frá mér.
1) Horft á Eurovision í maí 2001
2) Karólína á eyðieyjunni - Vorsýning nemenda í leiklist maí 2001
3) Fundur um tölvunet í kastala í Svíþjóð í apríl 2001

14.5.01

Uppskrift að stofu


* Sjónvarp
* Sófi
* Stóll
* Sófaborð
* Gluggi
* Inniljós
* Sófamálverk
* Hjómflutningstæki (má sleppa)
* Borðstofuhúsgögn (má sleppa)
* Plöntur (má sleppa)

Þetta er grunnuppskrift en hægt er að nota ýmis afbrigði. Þannig getur sófinn (sófarnir) verið hornsófi, 3-sæta eða 2-sæta, inniljósin verið ljósakrónur, veggljós eða lampar og sófamálverkin verið alls konar dót á veggjum. Aðalatriðið er að byrja að staðsetja sjónvarpið og staðsetja sófann miðað við það, setja sófaborðið upp eins og varnarvirki svo maður sem situr í sófa sé ekki berskjaldaður fyrir geislun frá sjónvarpinu. Inniljós og plöntur eru til að skapa þá blekkingu að við séum úti og það sé bjart. Sófamálverkin eru stundum til þess að láta líta út fyrir að landslagið flæði inn í stofuna en stundum mynd af draumaheimi þar sem við getum kallað fram minningar eða lýst veruleika sem við höldum að sé til handan stofunnar.

Svo má krydda svona grunnstofu með ýmsu allt eftir smekk íbúa. Þannig var stofan þar sem ég fór í Eurovisionboðið í ár. Þar búa þrír tölvunördar og eru nýfluttir inn í íbúð á Hringbrautinni og hafa innréttað með grunngerð af stofu en sérstakasta djásnið í þeirri stofu er tölvuaðstaðan - held reyndar að þeir hafi fallið fyrir íbúðinni út af tölvuaðstöðunni. En þá margt sé ennþá í pappakössum þá er tölvuaðstaðan komin í gagnið. Hér sjá tvo af húsráðendum í Eurovisionsigurham (þetta var tekið fyrir tapið) í stofunni og sést vel tölvuaðstaðan í baksýn. Er þessu einkanlega vel fyrir komið og gerir heildarsvipinn á stofunni sérstakan.

13.5.01

Sláturhúsið í Laugarnesi og listhorn Landsbankans



Það er ágætt að hugsa með orðum og oft geta orð annarra orðið hráefni fyrir hugsun mína. En orð og tungumál eru takmörkuð táknkerfi og ná ekki yfir nema brot af skynjun minni. Sumt sem ég hugsa get ég ekki orðað, hvorki í letri eða tali.

Verð að setja þetta blogg á bið...það er heimtað heima hjá mér að ég taki til (verulega svæsnar hótanir í gangi) en hér er orðahráefni fyrir hugsun mína ef þessi tiltekt tekur einhvern tíma enda:

Tilvitnanir í greinina Að vera á skilafresti - eftir Pál Skúlason um heimspeki Jacques Derrida:

"En Veran sjálf unir sér aldrei í hugsmíðum okkar, heldur fer sínar eigin leiðir og segir skilið við hugmyndahallir okkar eða felur sig í þeim. Þá getum við bara gert eitt: Í stað þess að byggja nýjar hallir afbyggjum við þær sem við höfum áður reist og nýtum efnið í nýjar byggingar sem við vitum ekki hvort Verunni þóknast. Og bíðum, full eftirvæntingar, hvað muni gerast næst. Hvort vofurnar muni ekki koma saman til fundar í fræðilegum húsakynnum okkar og ákveða frestinn sem okkur er gefinn til að standa skil á merkingu heimsins og lífsins...."

"Um leið kviknar vonin, vonin um að frelsast úr viðjum hins voveiflega, að veruleikinn heill og sannur eigi sér stað, frelsarinn komi. Þess vegna er messíanismi, óslökkvandi eftirvænting, innbyggð í mannlega hugsun. Þessi frelsunarvon birtist á ótal vegu í gömlum og nýjum táknum. Sjálfur tekur veruleikinn sífellt á sig óvæntar, ófyrirsjáanlegar myndir."

"Mikilvægasta aukaatriði vestrænnar menningar er letrið (eða skriftin) sem fleytir orðræðunni áfram og er fólgin í hinum ytri hverfulu, efnislegu táknum sem miðla hugmyndum og kenningum. Heimspekingar hafa margir hverjir ekki viljað af því vita. Sumir – eins og Sókrates – hafa kosið að skrifa ekki, heldur styðjast einungis við röddina. Röddin miðlar hugsunum að því er virðist milliliðalaust. Hún flytur þær umsvifalaust á milli okkar, og hvert okkar talar líka í hljóði við sjálft sig. Þegar vísindamenn láta sig dreyma um algilda þekkingu, dreymir þá um hljóðlaust, fullkomið mál sem lætur veruleikann sjálfan birtast fyrir hugskotssjónum okkar. En slíkt fullkomið mál er ekki til. Sérhvert mál er gert úr ytri táknum sem standa undir hugsunum og kenningum. Án hins ytra tákns væri tómt mál að tala um þekkingu og vísindi. Letrið, hið ytra tákn hvers máls, er þögul uppspretta og umgjörð allrar mannlegrar hugsunar. Þögn þess heyrist. Hún minnir okkur á að handan allrar orðræðu og sjónvarpsmynda býr óræður veruleiki sem við, hinar hugsandi, sjáandi og talandi verur, höfum ekki enn náð tökum á. Og munum seint gera."

Tilvitnun í viðtal við ritstjóra Kistunnar Matthías Viðar Sæmundsson Morgunblaðið, fimmtud. 1. júlí 1999 - fyrsta útgáfa af vefritinu Kistan var opnað.

"Menn segja stundum í hálfkæringi að við séum uppi á tímum Auðveldra hugsana, Augljósra setninga og Einfaldra lesenda."

"Því hugsunin getur sannast sagna týnst, breyst í ekki neitt, sjálfvirknin étur hana upp líkt og trúna, ef menn rækta ekki efablandna undrun andspænis flóknu tónalífi orða og hugmynda, hljómfalli þeirra og stefjaleik um hugi og heima, jafnvel inn í sorta og myrkur. "

"..Að mati Foucaults lýtur menning hvers tíma ákveðnum lyklum (kódum) er stýra tungumáli hennar, skynreynslu, tækni og gildum. Þessir lyklar gera einstaklingnum kleift að greina mismun og líkindi einstakra fyrirbæra..."

"..Foucault er þeirrar skoðunar að skipulag hlutanna, vensl þeirra innbyrðis, form og hlutföll, séu að miklu leyti mannleg aðgerð. Þetta skipulag býr bæði í hlutunum sjálfum - háð lyklum og sögulegum aðstæðum - og í sjón einstaklingsins, skynjunarhætti hans og tungumáli.."

"Upplifun þessa djúpsviðs leysir okkur undan málfarslegum og skynrænum fjötrum; okkur verður mögulegt að gagnrýna lykla sem áður voru sjálfsagðir; allt í einu kemur í ljós að það sem talið var óhugsað og auðvitað er bundið, tilbúið form.."

"Hefðbundin hugmyndasaga er safn ævintýra um hugsuði sem skapa hugmyndir úr engu."




12.5.01

Laugardagur til lista



Allur laugardagurinn var helgaður listum og listiðkan af einhverju tagi hjá mér. Heima um morguninn í tölvuteiknun og að skoða listefni á Netinu, um miðjan daginn fór ég vorsýningu Listaháskóla Íslands, síðdegis í Listasafn Reykjavíkur í Hafnarhúsinu á opnun nýja vefritsins Kistan og um kvöldið svo auðvitað evrópska söngvakeppnin.

Skrapatólið Blogger


Þarna var ég í gær að skrifa um hve frábært og magnað verkfæri Blogger væri og næstum svona "Killer application" eins og Visicalc var á sínum tíma. Svo virkar ekkert... Get ekkert sent... Hugmyndin á bak við Blogger og aðra vefannála er frábær - þeir eru eins konar samastaðir og kastalar einstaklinga sem samt eru ekki umluktir síkjum eða virkisveggjum eins og í kyrrstæðu lénsveldi heldur eins og loftför á hreyfingu í gegnum tímann, opnir fyrir áhrifum frá öðrum og sendingum frá umhverfinu.


Mér finnst núna Blogger vera eins og plastdrasl, Kinderegg sem er smurt örþunnri súkkulaðihúð en inn í egginu er plastdrasl sem maður getur skemmt sér um stund við að setja saman en skemmist strax og ekkert að gera nema henda burtu. Bara að tæknin virkaði...

11.5.01

Netið er nælonsokkur


Internetið er úr plastefni, það er teygjanlegt og mótanlegt og lagar sig að því fólki sem býr um sig í því en það er alls ekki vírnet steypt úr uppbræddum krónupeningum. Netið gengur núna út á samskipti frekar en viðskipti.

Að þessari niðurstöðu komst ég þegar ég las greinina Plastic Medium eftir Nicholas G. Carr sem birtist í THE INDUSTRY STANDARD MAGAZINE þann 26 febrúar 2001.

Ég punktaði þetta hjá mér:

Netið hefur áhrif á samskipti, stundum á einkennilegan hátt. Blogger er eitt áhugaverðasta fyrirbærið á Netinu síðan Napster kom fram, ekki endilega vegna þess að Blogger gerir auðveldara um vik að uppfæra vefsíður heldur vegna þess að samskipti á Netinu verða einföld og persónuleg - stuttir dag- og tímastimplaðir pistlar sem raðast í tímaröð, það nýjasta efst.

Það eru aðallega nemar í framhaldsskólum og háskólanum sem nú "blogga" . Það hafa yfir 150.000 notendur skráð sig á Blogger núna í maíbyrjun 2001.

Það rugla margir og rausa á blogginu. Ungt fólk að drepa tímann. En það er ekki neinn einstakur vefleiðari sem gerir vefleiðarasamfélagið sérstakt - það er hvernig þeir tengjast saman. Vefleiðararnir kallast á og vísa hver í annan og mynda þannig þéttriðið samskiptanet og vefsamfélög.


Netið er úr plasti

Nicholas Carr líkir þessu við að Netið sé búið til úr sveigjanlegu og mótanlegu efni - það er úr plasti. Þegar ný forrit og tól koma fram geta þau breytt því hvernig fólk notar miðilinn. Það gerðist með Napster og það er að gerast núna með Blogger. Það hefur sýnt sig að búnaður eða ný notkun sem veldur straumhvörfum kemur oft frá áhugasömum einstaklingum fremur en fyrirtækjum - fólki sem vill frekar gera eitthvað spennandi en að græða peninga.

Napster og Blogger hafa ekki orðið að féþúfu fyrir þá sem kerfin smíðuðu. Samt eru áhrif þessara kerfa ekki síst fólgin í því að þau gera fólki kleift að gera ókeypis hluti.

SAMskipti - ekki VIÐskipti

Ennþá heldur Netið áfram að vera fyrst og fremst svið samskipta en ekki viðskipta. Fólk fer á Netið til að tala, læra og uppgötva - ekki til að kaupa. Tökum sem dæmi jólin. Samkvæmt rannsókn frá Pew Internet um Nethegðun í jólamánuðinum þá höfðu 53% Internetnotenda sent jólakveðjur í tölvupósti, 32% höfðu sent netjólakort, 24% höfðu safnað upplýsingum á Netinu um jólahald og 14% höfðu rannsakað trúarlegar hefðir tengdar jólum. Aðeins 24% höfðu keypt jólagjafir á Netinu.

Netið er öðruvísi fjölmiðill en hinir hefðbundnu að því leyti að þar geta einstaklingar mótað hvað þeir gera, hvernig þeir gera það og með hverjum. Fólk getur sniðið og aðlagað Netið að þörfum sínum og þrám með því að nota Blogger og önnur verkfæri til að byggja upp samfélög og samskipti svo sem ICQ og Aimster. Þessi samfélög og samskipti byggjast ekki upp eftir þeim viðskiptalíkönum sem við höfum í dag og þau byggja ekki á því að hámarka ágóða.

Nicholas G. Carr varar fyrirtæki við að reiða sig á á viðskiptahugmyndir sem ganga út á hjarðhegðun neytenda.

10.5.01

Aldrei fór ég suður



Aldrei fór ég suður söng Bubbi í orðastað sjómanns í einhverju ónefndu plássi og í hundruðir ára hafa allir farið suður eða úr landi að leita gæfunnar. Samt ekki langa-langamma. Hún fór norður.

Faraldverkamennirnir á Íslandi fyrir hálfri annarri öld voru vinnumenn á bændabýlum sem fóru í Verið að vetrarlagi og kaupafólk úr þurrabúðum og kotum við sjó á Suðurlandi og Vestfjörðum sem kom á vorin í hópum yfir hálendið í leit að sumarvinnu á norðlenskum stórbýlum. Langa-langamma kom yfir Kjöl í einni slíkri lest og réði sig í vist á fyrsta bænum sem hópurinn kom að eftir að komið var niður af heiðinni, giftist einum syninum á bænum og þau bjuggu á Eiðsstöðum í Blöndudal. Nú á Landsvirkjun þá jörð og þar er stöðvarhús fyrir Blönduvirkjun og ég held að mikið af landi jarðarinnar hafi farið undir virkjunina.

Núna fer orkan frá Eiðsstöðum suður. Ef til vill er hún notuð á æskuslóðum langa-langömmu á Vatnsleysuströndinni til að bræða málmgrýti í nálægum álverum. Um Jónsmessuna í sumar verður ættarmót í Hvassahrauni á Vatnsleysuströnd og í gærkvöldi fór ég á fund í undirbúningsnefnd vegna þess.

Þögnin



Þögnin er grimm og truflandi bók, hún fjallar um sturlun og tilfinningalegt mannát. Í hádeginu í dag hlýddi ég á erindi Dagnýjar Kristjánsdóttur Út úr þögninni hjá Hugvísindastofnun HÍ en þar fjallaði hún um bók Vigdísar Grímsdóttur Þögnin, sem kom út fyrir jólin 2000. Ég er ekki ennþá búin að lesa bókina en hlustaði á Vigdísi lesa brot úr henni á menningarhátíðinni síðasta sumar. Það var sprellandi fyndinn kafli um ömmu sem dýrkar Jökul Jakobsson og dvelur við og endurgerir minningu og endurlifir kynni við hann á einhverri Þingvallahátíðinni. Strax og Þögnin kom út keypti ég bókina og gaf í tvítugsafmælisgjöf. En sagan er samt ekki þroskasaga heldur andstæða við það, saga um vitfirringu og geðklofa. Þessi bók er ein af rauðu skáldsögum Vigdísar -sögur sem fjalla um ástina en meðan Grandavegur 7 fjallar um gagnkynhneigðar unglingaástir og Z ástarsaga um ástir tveggja kvenna þá fjallar Þögnin um ást milli uppalanda og barns. Þögnin er andstyggileg bók og amman er viðbjóðslegt illmenni sem er verri en Hannibal Lechter og Frankenstein báðir til samans. Undir allri illskunni er svo spiluð tónlist Tchaikovsky´s eins og sena í hryllingsmynd.

Stefni að því að lesa Þögnina við tækifæri en á meðan þetta:

Bókatíðindi Iðunnar - umsögn um Þögnina
Listin býr í þögninni - Ritdómur á Listavaktinni
Vigdís á menningarkvöldi á Austurlandi 2.desember 2000

Til umhugsunar: Dagný talaði um nautnabúskap sjálfspyndingarlostans, flott orðalag en skildi ekki alveg merkinguna. Einnig talaði hún heilmikið um Freud og sálkönnun og Ödipus og þá D e l e u z e & G u a t t a r i og bók þeirra Anti-Oedipus: Capitalism & Schizophrenia. Þögnin fjallar einmitt um þroskabraut og uppbyggingu sjálfsmyndar og geðklofa.
Deleuze og Guattari

8.5.01

Japanskur myndsími fyrir börn


Ég var að lesa dálkinn hans Jakobs Nielsen Alertbox í apríl 2001 og þar var þessi grein um japönsk tæki sem tengd eru Netinu á þráðlausan hátt. Mér fannst svo skemmtileg hugmynd um þennan myndsíma fyrir börn, af hverju á ég ekki svona og allir sem ég þekki - frábær hugmynd? Nú eiga margir stafrænar myndavélar og hafa gemsa þar sem við getum sent tölvupóst á SMS formi. Væri ekki frábært að geta tengt stafrænu myndavélina við svona myndsíma - eða hafa myndavélina innbyggða í gemsann eins og í þessu leikfangi og geta þegar maður er að klífa Esjuna eða sigla á Faxaflóa sent ættingjunum kveðju í formi myndar. Mynd sem bara á að birtast á svona litlum skjá getur ekki tekið mikið í minni og er ekki alveg tæknilega mögulegt að gera þetta núna? Sniðugt ef þessi gamla hugmynd um myndsíma verður vinsæl og útbreidd sem eitthvað svona verkfæri og leikfang, svona eins og tölvugæludýrin sem krakkarnir voru með í fyrra eða hitteðfyrra. Man eftir að fyrir mörgum árum var alltaf kynnt hugmyndin um myndsíma sem eitthvað sem ætti við í skrifstofuumhverfi - svona einhvers konar fjarfundabúnaður fyrir þá sem stjórna og þurfa að hafa yfirsýn yfir margar heimsálfur. Ég held að tæknin geti ekki síður borist til okkar og orðið útbreidd í einhverju sem okkur finnst sniðug og skemmtileg leikföng og sem við getur skemmt okkur við í daglega lífinu. En besta leiðin til að taka nýja tækni í notkun er að leika sér að henni.

6.5.01

El Lute - Nótt í diskóteki í Búlgaríu



Ég hlóð niður imesh í dag. Sá að 8.5 milljónir hafa hlaðið því forriti niður og það bendir til að eitthvað sé spunnið í það forrit. Er að skoða hvað það er. Eitt sem er ólíkt Napster er að imesh er fyrir ýmis konar efni á stafrænu formi svo sem myndir, kvikmyndir, tónlist og textaskrár. Mér fannst ekki eins gott að leita í þessu og Napster en það er kannski af því ég kann ekki á þetta. Svo fór ég að leita að lagi með hljómsveitinni BoneyM því í huga mínum bergmáluðu þessar línur úr lagi með þeim:

...And he wanted a home just like you and like me
In a country where all would be free...


Það var fyrir langa löngu að ég fór í mína fyrstu og einu sólarlandaferð. Til Búlgaríu. Í nokkrar vikur lék ég auðugan vestrænan ferðamann á baðströnd við Svartahafið, á ströndinni á daginn og í diskótekum á kvöldin. Eitt kvöldið hafði eitthvað gerst. Ég vissi aldrei hvað. Bara sá að á öllum diskótekum og börum á ströndinni var krökkt af lögreglumönnum eða hermönnum að leita að einhverju eða einhverjum. Allir innfæddir voru daprir, áhyggjufullir og alvarlegir. Ég þurfti oft að sýna vegabréfið mitt þetta kvöld en var sleppt af því ég var útlendingur. Ég sá marga færða til einhvers konar yfirheyrslu og mér virtist lögregluliðið vera að leita að einhverjum manni.

Ég fór á vinsælasta og vestrænasta diskótekið á ströndinni en ég hafði komið þar áður.Þá var þar dúndurfjör og dansgólfið yfirfullt af fólki og spiluð öll vinsælustu dægurlögin. Nú var töluvert af fólki þarna núna en enginn á dansgólfinu. Allt kvöldið var ekkert spilað nema þetta eina lag með BoneyM. Aftur og aftur. Stórt og mannlaust dansgólf, þungbúið fólk sem stóð eins og í viðbragðsstöðu í litlum hópum meðfram útveggjum salarins. Þó enginn talaði, dansaði eða hreyfði sig eftir taktinum í laginu var eins og það væri einhvers konar samhyggð fólgin í því að standa og hlýða á lagið. Einhvers konar mótmælastaða hinna mállausu.

Lögreglumenn eða hermenn voru á sveimi við einhvers konar leit. Ég spjallaði um stund við einn búlgarskan íþróttamann, knattspyrnumann held ég en þegar hann var handtekinn þá nennti ég ekki að vera lengur á diskótekinu. Ég fann ekki lagið sem ég var að leita að á imesh og hvergi á vefnum á mp3 formi. Ég fann önnur lög með BoneyM og hlóð niður laginu um hinn rússneska Rasputin og er einmitt að spila það núna meðan ég skrifa þetta. Það lag vakti líka minningar um Búlgaríu. Sérstaklega um allar skoðunarferðirnir í rútu þar sem það þurfti að stoppa svona á kortersfresti til að skoða eitthvað minnismerki um rússnesku frelsunina.

En við leit með google.com fann ég texta lagsins sem ég leitaði að og veit núna að lagið heitir El Lute og er um spænskan nútíma sakamann sem sleppur oft úr haldi lögreglunnar og er á flótta, eins konar spænskur Hrói Höttur. Hérna er textinn:

El Lute

Musik: Hans Blum/Frank Farian
Text: Fred Jay

This is the story of El Lute
A man who was born to be hunted like a wild animal
Because he was poor
But he refused to accept his fate
And today his honor has been restored

He was only nineteen
And he was sentenced to die
For something that somebody else did
And blamed on El Lute
Then they changed it to life
And so he could escape
From then on they chased him
And searched for him day and night
all over Spain
But the search was in vain for El Lute

He had only seen the dark side of life
The man they called El Lute
And he wanted a home just like you and like me
In a country where all would be free
So he taught himself to read and to write
It didn't help El Lute
He was one who had dared to escape overnight
They had to find El Lute

Soon the fame of his name
Spread like wild fire all over the land
With a price on his head
People still gave him bread
And they gave him a hand
For they knew he was right
And his fight was their fight

No one gave you a chance
In the Spain of those days
On the walls every place they had put up
The face of El Lute
And he robbed where he could just like once Robin Hood
They finally caught him and
That seemed the end
But they caught him in vain
Cause a change came for Spain
And El Lute

He had only seen the dark side of life
The man they called El Lute
And he wanted a home just like you and like me
In a country where all would be free
And then freedom really came to his land
And also to El Lute
Now he walks in the light of a sunny new day
The man they called El Lute

4.5.01

the cluetrain manifesto



Er að blaða í gegnum bókina The Cluetrain manifesto . Bókin hefst með svona stefnuyfirlýsingu (manifesto) netverja í 99 liðum. Er úttekt á hvernig hinn netvæddi heimur er og hve samtöl og frásagnir skipta miklu máli.

Punkta þetta hjá mér við lesturinn:

Hnattræn samræða hefur hafist. Með Netinu er fólk að uppgötva nýjar skjótvirkar leiðir til að deila upplýsingum í sögum og samtölum og einstaklingar eru orðnir sniðugri í því en flest fyrirtæki.

Fyrirtæki miðla upplýsingum á hefðbundinn gamaldags hátt og þurfa að læra að tala og segja frá eins og raddir einstaklinga.

1. Markaðir eru samræður
2. Markaðir eru samsettir úr fólki ekki landsvæðum.
3. Samræður milli alvöru fólks hljóma eins og samtal milli fólks.
4. Mannsröddin miðlar upplýsingum, skoðunum, sjónarmiðum, rökum og kímni á opinn, náttúrulegan og óyfirvegaðan hátt.
5. Fólk þekkir hvert annað eftir því hvernig þessi rödd hljómar.
6. Netið gerir samræður mögulegar sem hefðu ekki annars getað átt sér stað.
7. Stiklur (hyperlinks) draga úr lagskiptingu.
8.Bæði starfsmenn á Netinu og innraneti fyrirtækja eru tala saman á nýjan hátt.
9. Þessar netvæddu samræður gera möguleg ný form af félagslegri byggingu og þekkingarmiðlun.
10. Markaðir eru betur upplýstir, betur skipulagðir og fólk sem tekur þátt í netvæddum markaði breytist.
11. Fólk í netvæddum markaði hefur þegar fundið út að það fær miklu betri upplýsingar hvert frá öðru en frá hvers konar söluaðilum.
12. Það eru engin leyndarmál. Hinn netvæddi markaður veit meira en fyrirtækin sjálf um vörur þeirra og fréttir hvort sem þær eru góðar eða vondar fljúga eins og fiskisagan.
13. Það sem gerist með markaði gerist líka með starfsmenn. Það eina sem er milli þeirra og markaðarins er stofnun sem kölluð er "fyrirtækið".
14. Stórfyrirtækin tala ekki með sams konar rödd og tíðkast í netsamskiptum. Fyrirtækin tala við þá markaði sem þau vilja ná til á Netinu með holri, flatri og vélrænni rödd.
15. Eftir nokkur ár verður þessi einsleita rödd viðskiptalífsins - rödd yfirlýsinga og bæklinga - talin eins tilgerðarleg og málið sem var talað við frönsku hirðina á nítjándu öld.
16. Þegar er svo komið að sum fyrirtæki tala tóma steypu og ná ekki til neinna.
17. Fyrirtæki vaða í villu ef þau halda að það sé sama fólkið á netmörkuðum sem áður horfði á auglýsingar í sjónvarpinu.
18. Fyrirtæki sem ekki átta sig á því að markaðir þeirra eru netvædd maður-á-mann samskipti og taka þátt í og læra þann samskiptamáta eru að missa af tækifæri.
19. Fyrirtæki geta núna haft beint samskipti við markaðinn og líka klúðrað þeim.
20. Fyrirtæki þurfa að fatta að markaðurinn er oft að gera gys. Að þeim.
21. Fyrirtæki þurfa að leiftra betur. Taka sig sjálf ekki svona alvarlega. Fá snert af kímnigáfu.
22. Kímnigáfa er ekki sama og að setja brandara á vefsíðu fyrirtækisins. Hún dafnar oftar vegna þess að maður trúi á það sem maður er að gera, er lítillátur og heiðarlegur og talar skýrt.
23. Fyrirtæki sem vilja staðsetja sig á markaðnum verða að taka afstöðu. Helst þannig að það tengist þeim málefnum sem markaður þeirra lætur sér annt um.
24. Eftirfarandi er ekki afstaða eða sjónarmið: "Við viljum ná sem stærsti markaðshlutdeild í vöru XYZ"
25. Fyrirtæki þurfa að fara niður úr fílabeinsturnum og tala við fólkið sem þau vilja komast í samband við.
26. Almenningtengsl felast ekki í því að hafa samskipti við almenning. Fyrirtæki eru oft lafhrædd við almenning.
27. Með því að tala með fjarrænni, yfirlætisfullri, lítið bjóðandi rödd þá búa fyrirtækin til veggi milli sín og markaðarins.
28. Flestar markaðsáætlanir eru byggðar á ótta um að markaðurinn sjái hvað raunverulega á sér stað innan fyrirtækisins.
29. Elvis sagði það best: "Við getum ekki haldið áfram saman stútfullir af tortryggni".
30. Tryggð við vörumekri er útgáfa stórfyrirtækjanna á því að vera á föstu en sambandið mun sundrast og það getur gerst leiftursnöggt. Netverjarnir eru netvæddir og geta þess vegna gengið til samninga við aðra með hraða ljóssins.
31. Netvæddir markaðir geta skipt um birgja og þjónustuaðila á einu dægri. Netvæddir þekkingarverkamenn geta skipt um vinnuveitanda í hádegishléinu. Starfsmenn halda ekki tryggð við fyrirtæki og markaðir halda ekki tryggð við vörur.
32. Vitrir markaðir finna birgja sem tala þeirra tungumál.
33. Að læra að tala á manneskjulegum nótum er ekki einfalt töfrabragð eða eitthvað sem hægt er að tína upp af götunni.
34. Til að geta talað á manneskjulegum nótum þurfa fyrirtæki að láta sér annt um sömu málefni og það samfélag sem þau vilja ná til.
35. En first verða þau að tilheyra einhverju samfélagi.
36. Fyrirtæki verða að spyrja sig hvað fyrirtækjamenning þeirra endar.
37. Ef fyrirtækjamenning þeirra endar áður en samfélagið byrjar þá hafa þau engan markað.
38. Mannleg samfélög eru byggð á orðræðu - á mannlegri rödd sem talar um það sem fólki finnst skipta máli.
39. Samfélag orðræðunnar ER markaðurinn.
40. Fyrirtæki sem ekki er inn umræðunni mun deyja.
41. Fyrirtæki meðhöndla öryggismál eins og trúarbrögð en eru þar að eltast við vitlausa hluti. Öryggisráðstafanir eru að beinast frekar gegn starfsfólki fyrirtækjanna og þeirra eigin mörkuðum en því að verjast keppinautum.
42. Eins og í netvæddum mörkuðum þá er starfsfólk að tala beint hvert við annað innan fyrirtækisins - og það er ekki bara um vinnureglur, reglugerðir, tilskipanir og meginreglur.
43. Þannig samtöl eiga sér stað á innranetum í dag. En eingöngu ef aðstæður eru fyrir hendi.
44.Fyrirtæki skipuleggja vanalega innranet sín frá toppi -niður til að dreifa vinnureglum, stefnum og öðrum fyrirtækjaupplýsingum sem starfsmennirnir reyna eftir megni að sniðganga.
45. Innranet fyrirtækja er vanalega leið leiðindanna. Bestu netin eru byggð frá botni-upp af áhugasömum einstaklingum sem vinna saman að því að búa eitthvað til sem hefur meira gildi - fyrirtækjasamræður á innraneti.
46. Heilbrigt innranet skipuleggur starfsfólk í margs konar merkingu orðsins. Áhrif þess eru byltingarkenndari en áætlun nokkurs stéttarfélags.
47. Á meðan þetta hræðir fyrirtækin verulega þá eru þau einnig mjög háð opnum innranetum sem búa til og dreifa mikilvægri þekkingu. Þau verða að standa af sér þrána til að "bæta" eða stýra þessum netvæddum samræðum.
48. Þegar innranet í fyrirtækjasamsteypu er ekki hamið af ótta og lagarömmum þá munu samræður sem þar eiga sér stað vera áberandi líkar og samræður í hinum netvædda markaði.
49. Skipurit pössuðu fínt inn í gamla hagkerfið þar sem stjórnendur á toppnum gátu haft yfirsýn og skilið allar áætlanir út í hörgul og nákvæm fyrirmæli um hvað ætti að gera gátu borist niður eftir valdapíramída.
50. Í dag er skipuritið stiklur frá einum til annars (hyperlinked), ekki þrep sem fara upp við. Virðing fyrir þekkingu á því sem á að gera hverju sinni er meiri en virðing fyrir fræðilegu yfirvaldi.
...... framhald síðar....

3.5.01

Námsval og framtíðarstarf



Forðum daga fór ég í viðskiptafræði og meira segja kláraði það nám. En þegar ég slapp út þá var ég harðákveðin í að koma ekki nálægt neinu sem tengdist viðskiptum, gróðahyggju, þjóðhagsútreikningum, líkönum um framboð og eftirspurn og tölfræði. Ég held ég hafi varið tíma mínum illa þessi námsár að hanga í námi sem höfðaði ekki til mín og reyndi ekki á nokkurn hátt á mig eða bætti við þroska minn.

Ef ég væri að velja nám í dag þá hugsa ég að ég myndi velja lögfræði. Hefði kannski ekki gert það um tvítugt því þá hafði ég ekki áhuga á sömu hlutum og hugsaði meira um að velja nám miðað við afkomumöguleika í framtíðinni. Núna finnst mér áhugaverðast að spá í leikreglur samfélagsins og hvar vald liggur, hvernig það birtist, hvernig því er beitt og hvernig því er viðhaldið. Svo finnst mér nútímatækni hljóti að hafa gert lögfræðina skemmtilegri, nú er svo auðvelt að fletta upp í lögum og dómum og öll leit að lagastöfum og fordæmum hlýtur að vera léttari.

Mér virðist fólk í dag ekki endilega vinna alla starfsævina við þannig störf sem það sérhæfði sig í á sínum tíma. Margir skipta algjörlega um starfsvettvang og fara í langt nám til að læra eitthvað nýtt.

En ég er viðskiptafræðingur og mér finnst gaman að hugsa í peningum og verðbréfum og búa til þannig líkan af heiminum. Svo er ég nýbyrjuð að versla hlutabréf á verðbréfaþingum á Netinu og taka þátt í netuppboðum. Ég held að slíkt umhverfi geti breytt viðskiptaháttum verulega, ekki síst verðlagningu.

í gærkvöldi fórum saman út að borða á Einar Ben sex skólasystur úr HÍ sem allar eru viðskiptafræðingar. Reyndar eru flestar líka giftar viðskiptafræðingum og um helmingur af afkomendum er í viðskiptafræði eða hyggur á nám þar. Það var margt ágætt og skemmtilegt fólk með mér í viðskiptafræðinni.

2.5.01

Myndir frá 1. maí 2001
Fyrsti maí 2001 í Reykjavík

Svo eru hérna myndir frá því í fyrra:
Fyrsti maí 2000

Og hérna eru borðarnir sem ég setti upp í hinni þögulu mótmælastöðu minni á vefnum:
Kröfuspjöld Salvarar á vefnum 1. maí 2001

1.5.01

Ljósleiðari um landið!

Óska öllu netverkafólki til hamingju með verkalýðsdaginn. Hátíðisdagur verkafólks í iðnaðarsamfélaginu og hátíðisdagur netverkafólks í upplýsinga- og þekkingarsamfélaginu. Ég bjó til nokkra borða í tilefni dagsins:









1. maí 2001