18.1.04

Er i London



God tilbreyting ad fara ur snjo og hrid fra Islandi i mildara vedur. Eg sa vida folk sitja uti a kaffihusum i dag eins og a hasumri a Islandi. Er nuna a Internet kaffi i Kensington, rett hja Earl Court brautarstodinni. Eg er a hoteli herna rett hja, mjog virdulegu og kyrrlatu. Skodadi mig um i London a morgun og fer til Brussel a fund a manudagsmorgni. Frekar leidinlegt ad vera ein svona a kvoldin i erlendri storborg og thekkja engan herna. Var mest ad versla i dag, flestar budir eru opnar a sunnudogum til kl. 18 en lika ad skoda mannlifid. Thetta er mjog althjodlegt umhverfi, mest ungt folk a ferd og mer heyrist mjog margir tala tungum tveim og tala ensku med hreim sem thar sem heyrist ad folk kemur langt fra. Stulkan sem klippti mig i dag sagdist vera nyflutt til London fra Sudur Koreu og sagdi mer fra fjollunum thar.

Thad er langt sidan eg kom til London, kannski var eg tha i odrum hverfum en mer virdist eins og folk se nu betur klaeddara og meiri velmegunarbragur a ollu en adur. Thad virdist lika vera meiri gaesla i kringum nedanjardarlestirnar, otrulega mikid staff alls stadar og thad hefur kannski hreinsad burt asynd eymdarinnar sem eg sa oft thar. Aetli thetta se lika ordid svona i New York? Thar virtust adkomugong i nedanjardarlestunum vera lika hibyli utigangsfolks. En eg hef bara sed orfaa betlara og utigangsfolk her London i dag og enga i adkomunni ad nedajardarlestunum. Kannski er thad takn um velmegunina her ad thad var ekki utigangsfolk og merki um kropp kjor sem vakti mesta athygli mina i dag heldur auglysingar fra storu voruhusi. Thad voru auglysingar i nedanjardargongunum vid Bond Street, eg thekkti strax stilinn, thetta var still og ahersla eins og i verkum listamannsins Barbara Kruger og thad voru risaplakot med ordum um neysluhyggju og hlutadyrkun ... is plenty not enough... business is a social act.... we are the slaves of the objects.... I shop therefore I am... ef eg man rett. Svo voru fullt af risaplakotum med tilvitnunum i Edgar Allan Poe, Baudilaire og Kruger. Thad sem kom mer a ovart er a thetta allt var auglysing fyrir voruhusid Selfridges, thar var a ollum haedum risastor raud skilti med thetta thema og thessar visanir i listamenn og fraedimenn...
Eg fann thetta a Netinu um malid:
Selfridges is to promote the forthcoming wintersale by taking over Bond Street Tube Station with an innovative outdoor advertising campaign designed to turn it into an art gallery. The campaign will launch on the 26 December and will feature a series of specially commissioned compositions of phrases and graphics, which will also emblazon the Selfridges windows and feature throughout the store on sale swing tags, posters and banners. The creative has been designed by Barbara Kruger and contains powerful observations about today's consumerist society. Ads include words of warning, such as 'Buyer beware' and 'We are slaves of the objects around us', as well as philosophical quotes on consumerism from Malcolm X, Charles Baudelaire and Edgar Allen Poe.
Thetta stingur mig.... Hvernig getur stort voruhus sem gerir ut a neysluhyggjuna breyst i listhus sem gagnrynir thessa somu neysluhyggju? .... og vaentanlega er tilgangurinn med thessari listsyningu ad fa folk til ad kaupa meira. Hvernig getur listamadur og thjodfelagsrynir eins og Barbara Kruger synt verk sin i svona samhengi? Thad sem mer finnst thessi listsyning snuast um er samviska hina riku og upplystu. Eda kannski er stefnan ad hneyksla og ogra med thessu, setja hluti saman a othaegilegan hatt.

12.1.04

Oekaki - teiknað beint á Netið - myndspjall



Ég hef síðustu daga verið að prófa sniðugt open source kerfi, það heitir "oekaki potato" og er eins konar myndrænt vefspjall - myndspjall. Ég hef séð að það er mýgrútur af svona kerfum núna kominn upp og fólk virðist hafa gaman af þessu. Í desember fékk ég mér teikniborð, keypti eitt á eitthvað um 4000 kr hjá Task.is og það er eiginlega nauðsynlegt til að teikna fríhendis á tölvu. Þessi OEKAKI myndspjallkerfi eru þannig að maður teiknar beint á vefinn og vistar svo myndina sína í gagnagrunni hjá þeim sem rekur myndspjallkerfið. Síðan bíður maður eftir umræðu um myndirnar og tekur þátt í umræðu um myndir annarra. Það er líka í sumum þessum kerfum svona fídus þar sem tveir geta unnið saman að því að búa til mynd. En þetta að nota vefinn til að skapa eitthvað í einhvers konar félagsskap við aðra er sniðugt. Ég hef mörg betri teikniforrit en þetta java applet sem er notað en það er bara eitthvað miklu skemmtilegra að vinna í einhvers konar samfélagi. Mér sýnist á mörgum OEKAKI myndspjallkerfum þá séu mest unglingar sem eru ákafir dýrkendur Manga og Anime. En mér finnst sjálfi mjög gaman að þessu og ég er búin að setja upp vefsíðu með nokkrum myndum sem ég hef teiknað í OEKAKI kerfum. Ég held að þetta sé alþýðulist nútímans, svona óbeisluð listræn tjáning á stafrænu formi. Það verður bara að hafa það þó að listfræðingar nútímans hafi ekki komið auga á þá gífurlegu gerjun og listrænu tjáningu sem er í alþýðulist á Netinu - ekki síst hjá fólki sem fer nýjar leiðir í að miðla list sinni... tvinnar saman mynd og umræðu um mynd í svona spjallkerfum