11.2.04

“Liberté, égalité, fraternité!”

Hér eru greinar um slæðukonur. Það er heitt mál í Frakklandi núna.
BBC: viewpoints: Europe and the headscarf
BBC: Headscarves in the headlines

France divided as headscarf ban is set to become law Guardian 1. feb 2004
http://observer.guardian.co.uk/international/story/0,6903,1136434,00.html

Mind the Gap: Feminism’s Step on Islam 08/03/2004

http://www.islamonline.net/English/In_Depth/Hijab/2004-03/article_02.shtml
Behind the veil

Það er áhugavert að skoða hvernig slæðukonan sem fær ekki að bera slæðu er orðin tákn um að allt sé undir kontról á Vesturlöndum. Það er styrjaldartími í borgarsamfélögum Vesturlanda og óvinurinn er ekki innrásarherir gráir fyrir járnum heldur trúaðir og hatrammir terroristar. Kannski tengist þetta öðrum ímyndum um þjóðir á styrjaldartímum.Móðir, hóra, meyja er erindi Þorláks Einarssonar um kvenímyndir og notkun þeirra í styrjaldarrekstri á tuttugustu öld.
Þar segir Þorlákur:
"Fyrst verður athugað hvernig slíkar ímyndir eru notaðar til að undirstrika stöðu þjóðar sem fórnarlambs. Þá eru dregnir fram glæpir gegn þjóðinni, eiginlegir eða ímyndaðir, í nútíð og fortíð, og litið á þá sem svívirðu við kvenímyndina
..............
hvað í stríði henti best til að brjóta niður slík helg vé. Svarið er iðulega kynferðisglæpir hvers konar, fjöldanauðganir, limlestingar á kynfærum kvenna og nauðganir með getnað að markmiði. Voðaverkin verða að fullnaðarsigri á hinum sigraða kynstofni eða ríki. Hin svívirta kona verður þannig með sanni táknmynd getuleysis karlmanna til að verja eigið land og hin upphafna kvenímynd ríkisins breytist í fallna konu, hóru!


....Ímynd ríkisins sem fórnarlambs verður því oft í formi hinnar svívirtu meyjar, sem er táknmynd hins hreina og flekklausa sem verður fyrir tilhæfulausri og niðurlægjandi árás....