27.6.01

Myndir frá ættarmóti



Hér eru nokkrar myndir sem ég tók á ættarmótinu í Hvassahrauni laugardaginn 23. júní.

25.6.01

Erró og Dieter Roth



Fór á laugardagskvöldið á Errósýninguna í Listasafni Reykjavíkur. Boðið er upp á sýndarferð um sýninguna á http://www.landmat.com/listasafn. Held þetta hafi verið eins konar opnun á Errósafninu en einu sinni átti að breyta Korpúlfsstöðum og setja einhvern nútímaarkitektúr í það aldna fjós til að hýsa Errósafn. Fegin er ég að það varð ekki. En mér finnst Erró stórkostlegur listamaður og þetta er fyrsta skipti sem ég hef haft tækifæri til að sjá myndir af öllum ferli hans. Mér fannst skemmtilegast að skoða myndirnar frá 1958 eða því tímabili. Þá er hann ekkert frægur, hann hefur enga aðstoðarmenn og ekki þá tækni sem síðar kom. Samt er geysilegur kraftur og spenna í þeim myndum og líka eins og saga og pælingar um taugafrumur, lífverur og samlíf tegunda og boð og samruna. Erró er Íslendingur sem fór erlendis og vann og þroskaðist sem listamaður utan Íslands. Þegar ég var í Barcelona fyrir nokkrum vikum fór ég á nýlistasafnið þar og þar var yfirlitssýning eftir listamann sem lést 1998. Það var Dieter Roth. Það er listamaður af þýskum ættum sem flutti til Íslands, giftist íslenskri konu, eignaðist þrjú börn hér og bjó hér í áratugi og stundaði list sína hérna.

Þeir eiga margt sameiginlegt Erró og Dieter Roth. Báðir held ég heimsfrægir núna og báðir tengdir Íslandi, annar kom héðan, hinn kom hingað. Málari og prentari. Báðir stórbrotnir listamenn og uppi á svipuðum tímum. Báðir skrásetjarar fjóldamenningar og samfélags sem snerist um neyslu.

Neysla á list. Er list söluvara og efnishlutur sem hægt er að verðleggja? Held að listamaðurinn Dieter Roth hafi gert meiri tilraunir og lagt meira að veði í listsköpun sinni en Erró. Haft meiri áhrif á íslenska listamenn. En kannski er það hluti af list Errós hve nálægt hann er neyslu. Fer hér að hugsa um listakonuna Jonnu sem nú sýnir á Akureyri eitt listaverk sem er mynd af Akureyrarkirkju. Það hefur hún unnið úr túrtöppum. Nú segir sagan líka að hún hafi selt listaverkið fyrir nokkuð gott verð og hafi kaupandinn verið túrtappasali. Gerið það listaverk hennar verra eða betra? Hefur það einhver áhrif á list hennar hvað verður um listaverkin?

24.6.01

Ættarmót í Hvassahrauni



Var í gær ásamt um 150 ættmennum mínum á ættarmóti, fyrst í Fjörukránni í Hafnarfirði og síðan við sjóinn út í Hvassahrauni. Eiginlega finnst mér mjög gaman á ættarmótum, gaman þegar hópi fólks er stefnt saman á einn stað í einhverjum sögulegum tilgangi til að rifja upp gamlar sögur og búa til nýjar sögur, gaman að spá í hvernig þetta er eins og rituall þar sem sameiginlegar minningar eru fluttar á milli kynslóða og hvernig ímynd af ætt og ímynd af einstakling af þessari ætt tvinnast saman. Kannski ég ætti að byrja að safna orðum yfir ætt (ættarfylgja, ættleri, blendningsþróttur...)

Úti í Hvassahrauni var stórt tjald á fögrum stað við sjóinn. Fólkið sat og lá á grasbala við tjaldið og horfði út á sjóinn og hraunið. Guðrun Agnarsdóttir flutti þar erindi um langa-langömmu sem ólst upp þarna á Hvassahrauni og Már Pétursson flutti erindi um búskap í Hvassahrauni og forfeður okkar.

Guðrún dró upp hugljúfa mynd af langalangömmu og Már sýndi fram á að Hvassahraun hefði verið góðbýli. Ég efast. Veit að langalangamma hafði margar hliðar eins og aðrir og reyndist ekki tengdadóttir sinni vel. Held að Hvassahraun hafi verið örreitiskot og þurrabúð og ekki brauðfætt marga, annars hefði langalangamma og allir hinir af Suðurnesjunum ekki farið norður í vinnuleit. Held að það sé hægt að segja margs konar sögur af sama fólki og sömu stöðum, svona svipað eins og margar myndir sem eru teknar í mismunandi birtu og frá mismunandi sjónarhorni. Spái hérna í hvort amma mín hafi verið eins mikil norn og ég hef heyrt. Þarf að kynna mér það við tækifæri..
.

22.6.01

Leifur, dó ungur.


Ég held áfram að rannsaka ættarsöguna og safna frásgögnum og minnisatriðum um ættingja. Ég er að klára niðjatalið fyrir ættarmótið sem á að vera á morgun. Um einn frænda minn segir: Leifur, dó ungur. Í gærkvöldi heimsótti ég eina frænku mína og hún sagði mér söguna af örlögum Leifs. Hann þótti afar efnilegur og var í sjóliðsforingjanámi í Kaupmannahöfn. Mun hafa verið að búa sig undir að koma heim til Íslands og taka við skólastjórn í Stýrimannaskólanum í Reykjavík að námi loknu. Einn daginn fór hann í æfingaflug með öðrum nemanda yfir Kaupmannahöfn. Flugvélin var lítil og opin og þeir eru lausir í sætunum. Flugvélin flýgur yfir Kaupmannahöfn og hún hvolfist eða hlekkist þannig á að þeir detta úr sætum sínum og hrapa til jarðar og látast samstundis. Flugvélin flýgur áfram mannlaus.

18.6.01

Klámsíur í skólum



Á fimmtudaginn heyrði ég í útvarpinu þegar ég var á leiðinni heim frá endurmenntunarnámskeiði sem ég var að kenna á að Landsíminn og samtökin Heimili og skóli hefðu byrjað átak til til að takmarka óæskilegt efni á vef. Það var með blendnum huga sem ég hlustaði á þetta, jú ekki vil ég frekar en aðrir að allir saklausu, óhörðnuðu ungmennin vaði í klámi og ósóma þegar þau brima á Internetinu. En ég var soldið fúl því ég var að koma úr kennslustund í skóla sem einmitt hafði sett upp öflugar klámsíur - svo öflugar að þegar ég ætlaði að fara sýna kennurum sem voru á námskeiði hjá mér í kennslugagnagerð hvernig þeir gætu notað hið frábæra clip art gallery sem microsoft hefur sett út á vefinn og allir löglegir notendur Microsoft geta notað t.d. við námsefnisgerð og verið þannig að nota myndefni löglega og með heimild - þá brá svo við að klámsigtið lokaði svoleiðis niðurhleðslu líka úti. Kennarar þarna á svæðinu tjáðu mér að klámsían væri líka svo öflug að þeir gætu núna ekki hlaðið niður nokkru efni frá Menntamálaráðuneytinu hvort heldur það væri námskrá í upplýsingatækni eða skýrslur um fjarkennslu.

Eitthvað finnst mér hérna athugavert hvernig áherslan á þekkingarmiðlun hefur færst. Mér finnst ekki gott ef meiri áhersla er lögð á að hindra aðkomu að þekkingu en greiða fyrir henni. Skil reyndar ekki hvernig námsstofnanir geti haft mikil hlutverk við að vera milligönguaðilar fyrir þekkingarmiðlun ef þar er vaktað og siktað á þennan hátt.

Gerir sennilega meira ógagn en gagn. Þeir sem vilja dreifa "óæskilegu efni" gera það sennilega til að ögra og munu finna aðrar aðferðir. Minnir svolítið á þessa læsa sem voru á öllum hugbúnaði í den. Gerði mestan óleik þeim sem voru löglegir og heiðarlegir notendur hugbúnaðarins.

Finnst svolítið skondið að ein fyrsta fréttin sem kom í sjónvarpinu um ljósleiðaravæðingu grunnskóla í Reykjavík, það var fyrir einhverjum mánuðum, gekk öll út á það hve ljósleiðaratengingin væri öflug og hve mikil yrði nú lagt í það að koma upp öflugum og fullkomnum búnaði til að sía út óæskilegt efni. Ekkert um hvað ætti að taka inn og almennt hvaða efni ætti að nota. Hmmm... það læðist að manni sá grunur að það sé komið upp dýru og fullkomnu netsambandi og svo meira spáð í til hvers eigi ekki að nota það og að koma í veg fyrir það .... heldur en að finna jákvæðar og uppbyggjandi leiðir til að nota tengingar til að miðla þekkingu til og frá fræðslustofnunum og auka samvinnu.

Hamrabelti og gljúfur í Skotlandi



Ferðasögur segja oft jafn mikið um þann sem segir söguna og hans menningu og þá heima sem verið er að lýsa. Það getur verið að gests augað sé glöggt en það er bjagað af menningu og viðmiðum þess sem á horfir. Ekki voru margir Íslendingar sigldir á nítjándu öld, helst að skólapiltar færu til náms í Kaupmannahöfn. Var um helgina í Skagafirði og las frásögn Guðmundar Hannessonar frænda míns sem hóf sinn læknisferil sem héraðslæknir í Skagafirði 1894 minnir mig. Er að safna upplýsingum fyrir ættavef sem ég hef sett upp vegna ættarmóts um næstu helgi. Ein skemmtilega litla sögu segir Guðmundur af gamalli húnverskri konu sem hann þurfti að koma til lækninga til Edinborgar í Skotlandi. Svo segir: "Allt gekk vel og á heimleiðinni kom hún til Akureyrar og hafði séra Matthías (Jochumsson) tal af henni. Hafði hún lært margt í þessum leiðangri, en kynlegar voru hugmyndir hennar um ýmislegt. Þannig sagði hún frá að Skotar byggi í hömrum, sem þeir hefðu holað innan, en göturnar væru stóreflis gljúfur, einnig gerð af mannahöndum. Þannig komu henni skosku steinhúsin og borgarstrætin fyrir augu. Henni þóttu Skotar vænt fólk og vel innrætt, en furðanlega ókurteisir. Kvað hún þá hafa kallað hjúkrunarstúlkuna "meri" og hefði hún þó verið besta stúlka, en þannig bera Englendingar fram kvenmannsnafnið María (Mary)."

8.6.01

Partý í Usted götu og ferd í Nútímalistasafnið í Barcelona Macbe
Í gækvöldi héldu nágrannar okkar partý en þau eru í sama málaskóla og viðþ. Þau eru par í arkitektanámi frá Stuttgart í Þýskalandi og Reinhild sem er tungumálakennari í Svartaskógi. Reinhild er að laera spænsku til að geta talað við guðbarn sitt í Perú en hún styrkir það fjárhagslega til náms. Það komu um 20 manns í samkvæmið úr nokkrum hópum úr málaskólanum, allir komu með einhverja rétti og rauðvín og bjór. Samkvæmið var mjög alþjóðlegt, það var fólk frá Íslandi, Noregi, Þýskalandi, Svíþjóð, USA, Rússlandi, Hollandi, Belgíu og fleiri löndum. Vorum fyrst í bakgarðinum sem þau höfðu sérstaklega skreytt í tilefni dagsins og hengt alls konar skraut á þvottasnúrurnar og það var notalegt að sitja þar við kertaljós og rauðvínsdrykkju og voru m.a. heitar umræður um framtíð þjóðríkja og hvernig heimsmyndin og blokkirnar sem þjóðríkin mynda í dag verði eftir aldarfjórðung. Ég fór í kvöldgöngu með Rainhild í kringum hverfið því þetta var síðasta nóttin í Barcelona og það var fullt tungl og borgin töfrandi.

Í dag fór ég í nútímalistasafnið í Barcelona.

7.6.01

Katalónskur matur
Í gaerkvoeldi (midvikudag) fórum vid út ad borda med Roeggu og Mario. Thau komu til Barcelona á bíl Maríos en skildu hann eftir vid skrifstofuna sem Mario vinnur á og komu til midbaejarins á mótórhjóli. Thetta er thad sem madur verdur ad hafa ef madur er á bíl í Barcelona, vespa, hjálmar og svo skilja bíla eftir eitthvad fyrir utan midborgina. Oell thessi mótórhjól gera midbaejinn líka mjoeg hávadasaman en miklu audveldara er ad finna staedi fyrir thau og komast leidar sinnar.

Vid bordudum á stad í gamla hverfinu sem er einn elsti veitingastadur í Barcelona, alveg frá 1786. Thad var katalóniskur matur á bordum enda segja Ragga og Mario ad thegar thau fara út ad borda eitthvad betra hér thá borda thau hefdbundinn katalónskan mat - svipad eins og vid klaeddum okkur upp og faerum út ad borda á fínum veitingahúsum thorramat og kjoetsúpu. Katalónskur matur er mjoeg gódur, adallega poennusteikt thví ofnar eru tiltoelulega nýtilkomnir og svo er mikid um graenmeti og sjávarfang thví borgin er vid sjó og audvelt um alla raektun og svo hafa margar jurtir borist hingad frá sudurameríku. Ég fékk mér fiskisúpu í forrétt (hún er gerd med thví ad fyrst eru sodnir tómatar og laukur og svo sjávarfang og fleira sett í) og poennusteikt kálfakjoet í adalrétt og svo flan í eftirrétt. Flan er svona búdingur med kanelsykri ofan á og er ásamt creme katalonia einn adaleftirréttur hér. Annars er ekki mikid um saetindi og saetar koekur eda ábaetisrétti í katalóniskum mat.

framhald...

6.6.01

Hvítasunna í Barcelona

Á hvítasunnudag fórum vid í heimsókn til Roeggu og Mario en thau búa í Valldoreix sem er fyrir utan Barcelona. Thau búa í húsi sem afi og amma Mariós byggdu sem sumarbústad og er gardurinn svo stór ad thetta er naestum sveitabaer. núna eru flest húsin tharna ordin heilsársbústadir. vid fórum med theim til sant cugat sem er 50000 manna baer tharna hjá og er thad byggt í kringum klaustur sem vid skodudum. thad stód yfir ferming ad katalónískum sid thegar vid vorum tharna og vorum vid vidstoedd.

Annan í hvítasunnu fórum vid á stroendina í Sitges sem er svona klukkustund í lest frá midbae barcelona. vid rugludumst reyndar og fórum til baejarins caldat og fórum inn í land um vínraektarhéroedin. sitges er einstaklega fallegur stadur.

2.6.01

Internetadgangur í Barcelona
Ég sit núna á Internetstad ciberopcion.com í Barcelona sem er rétt hjá háskólanum. Ég held ad tími Internetkaffihúsanna sé lidinn, thetta er frekar eins og bókasafn eda pósthús, hér eru allir veggir máladir appelsínugulir, hér dunar thaegileg daegurtónlist og í kringum mig eru alla vega 60 básar og situr fólk á theim flestum vid skjái. Haegt er ad kaupa adgang í hálftíma fyrir 100 peseta sem er um 50 kr. íslenskar. Mér virdist flestir í kringum mig vera ad skrifa bréf eda skoda fréttir frá heimaslódum.
Allmennt virdist mér netnotkun hér vera mikil og ég fer fram hjá moergum búdum og skólum sem sérhaefa sig í Interneti. Í málaskólanum hafa nemendur adgang ad einum fjórum sítengdum tolvum og eru alltaf allar uppteknar í frímínútum.

Verdlag
Allt virdist mun ódýrara hér en heima á Íslandi, matur kostar minna og thad er haegt ad fara út ad borda fyrir svona 1000 kr . íslenskar á manninn. Húsnaedi er held ég á svipudu verdi og á Íslandi, Rolf sem hefur verid í íbúd med okkur er ad flytja í dag thví hann fékk herbergi m. adgang ad eldhúsi og stofu í gotneska hverfinu fyrir 35.000 pt. (um 17.000 ísl.) og telur sig hafa verid heppinn.

Slódir um Barcelona:
http://www.bcn.es
Á ensku: http://www.bcn.es/english/ihome.htm

Hér eru slódir um Barcelona:

Olympíuturnar og súlur


Mammútur í borgargardi
Eftir skólann í gaer gengum vid um midbae Barcelona. Vid fórum í borgargardinn en hann hefst vid einhvers konar sigurboga (veit ekki hvada sigri var verid ad fagna en thad hljóta ad hafa verid margir sigrar hjá thjódum sem muna soegu sína moerg thúsund ár) og sídan er mjoeg fallegur og fridsaell gardur eins og vin í borgarsteinvirkinu, thar eru pálmatré og ýmsir blómstrandi runnar og svo falleg tjoern thar sem haegt er ad leigja báta til ad sigla á. Thar var stytta af mammút í raunverulegri staerd og afar skreyttur gosbrunnur eda einhvers konar vatnsvirki med líkneskjum.

Matur eins og lodnumjoel í Ólympíuthorpinu
Gengum svo nidur ad sjónum ad tveim stórbyggingum sem voru reistar út af Olympíuleikunum 1991 sem voru thá haldnir hér og heilt thorp reist tharna út af theim. Vid bordudum úti á veitingahúsi tharna á stroendinni en thau sérhaefa sig flest í fiskiréttum. Vid poentudum einhvern samssettan rétt sem lofadi gódu og fengum thann ókraesilegasta mat sem vid hoefum augum litid kannski frekar horft í augun á thví thetta voru mestmegnis heilir litlir fiskar svona djúpsteiktir og á bragdid eins eins og lodnumjoel. Vorum voda svekkt en thegar vid hoefdum pínt í okkur fiskana og aetludum ad yfirgefa stadinn thá kom í ljós ad thetta var bara foréttir og adalréttirnir voru kraeklingur í skel, djúpsteikir smokkfiskar og ad ég held einhvers konar steiktar marflaer eda smáraekjur sem broegdudust bara vel. Sýnir ad thad er mun thaegilegra thegar madur verdur farinn ad skilja spaensku.

Diskótek og súludansmeyjar
Thegar vid vorum búin ad borda (um midnaetti, hér byrjar fólk ad borda svona um tíuleytid á kvoeldin) gengum vid um einhvers konar goengubraut á stroendinni og voru thar margir tugir af diskótekum sem flest voru tóm af fólki...nema theim sem unnu thar á barnum eda vid ad dansa. Á naestum oellum diskótekum doensudu í andyrinu einhverjir dansarar, flestir kvenskyns og lítid klaeddir og var dansinn eitthvad í aett vid thad sem mun vera kalladur listraenn dans á Íslandi. Á sumum stoedum var líka dansad upp á barbordunum vid súlur en slíkar stodir eru einmitt einkennandi fyrir listraenan dans af thessari gerd. Svo fannst mér líka einkennilegt ad á mjoeg moergum stoedum voru dansmeyjar klaeddar í einhvers konar litlar flíkur sem voru med tilvísun í bandaríska fánann.

Stroendin
Vid gengum svo eftir strandlengjunni alla leid ad la Rambla sem er adalgatan og thad var yndislegt vedur og strandlengjan er hvít og hrein (their flytja allan sand á stroendina hingad) og frábaert vedur. Thad voru á nokkrum stoedum á strondinni samkvaemi og sumir hoeftu kveikt vardelda. Vid gengum líka fram hjá smábátahoefninni, thaer voru sums stadar samkvaemi í bátum. Fórum svo heim um tvoeleytid eftir midnaetti.

1.6.01

Loftfar á Gydingafjallid
Í dag fórum vid ad skoda haedir Barcelona, vid fórum upp á fjall sem heitir Mont Jiut. Ferdin á fjallid var fyrst í lest og sídan í kláfi thannig ad vid svifum yfir haedunum nokkar mínútur og komum upp á fjallid en thar er virki og hersafn, gamlar fallbyssur og thess háttar. Útsýnid og tilfinningin vid ad svífa svona í lofti yfir borginni, horfa yfir moerg hundrud thúsund hús og hafnarsvaedid var stórfengleg. Barcelona er gullfalleg borg og guddómleg nema hvad vardar bílaumferd og tilheyrandi hávadamengun. Ef einhvern tíma verdur sú stund ad allt nema hljódlaus rafmagnsknúin farartaeki verda leyft í svona borgum thá verdur yndislegt ad búa hérna. Hér er mikil vespumenning, mjoeg margir á einhvers konar mótórhjólum og ég held ad thad muni kannski verda audveldast ad innleida rafmagnsfarartaeki í svona smaerri taekjum.

Í gaerkvoeldi gengum vid um kyrrlátar goengugotur, fyrst í gotneska hverfinu og thar voru goeturnar throngar og sums stadar leit umhverfid ekki allt of vel út, líktist soldid sloemmum stórborga thó thetta vaeri eflaust eftirsóttir stadir til ad búa á. Bordudum svo í goengugotunni nálaegt thar sem vid búum vid Segrada Familia kirkjuna. Bordum alltaf úti thó thad sé nálaegt midnaetti. Thad er svo heitt hérna.
Skrýtinn thessi sidur ad leika myndastyttur á gotunum.