25.7.03

Veikindi, ferdir a listasofn, umsatur um Rosenborgarholl


Vid vorum tvaer naetur i Helgsingor og seinni dagurinn var dagur hrakfalla- og veikinda. Kristin tyndist um tima i midbae Helsingor og svo voru thau mjog einkennileg thessi fjolmorgu stungusar sem eg er med a badum fotum. Thetta eru storar hudblaedingar og thaer heldu afram na sifellt yfir staerra svaedi og runnu saman, eg fekk hita mikil othaegindi i fotum og vard reikul i spori og thegar thetta var farid ad na yfir allan kalfann tha for eg a spitalann i Helsingor a bradavaktina thar. Var thar strax sett a pensillinkur.

Vid forum a Louisiana nylistasafnid i Humlebaek a leidinni til Kaupmannahafnar. Umhverfi safnsins er afar fallegt og gaman ad vera thar heilan dag i piknik og listneyslu a sumardogum. Thegar vid komum til Kaupmannahafnar forum vid strax i St. Palsgate en vid hofum fengid gistingu hja brodur minum sem er nuna med fraedimannsibud thar. Um kvoldid baud hann okkur og vinum sinum i mat i Mjona en thad er matsolustadur sem islendingar sottu oft og er rett hja Hvids olstue vid Kongens Nytorv. Vid buum nu agaetlega midlaegt, thad er stutt ad ganga i midbaeinn og gaman ad ganga um goturnar, thad eru stokkrosir og rosarunnar sem vaxa bara beint upp ur gangstettarhellunum og vida fallegir trebekkir og alls stadar hjol. Gaman ad sja hvad hjolastraetoar eru ordnir vinsaelir og alls stadar eru thessi okeypis hjol sem hver og einn getur notad. A midvikudaginn forum vid a rikislistasafnid Statens Museum for Kunst sem er rett hja Jonshusi. Um kvoldid kom systin min med tvaer yngri daetur sinar. A fimmtudaginn forum vid m.a. i Rosenborgargardinn, hordum a bruduleikhus med fullt af forskolabornum kl. 14 (alltaf syning tha i Rosenborgargardinum), gegnum um gardinn og skodudum Rosenborgarholl. Reyndar voru fraenkurnar og Kristin fangar i hollinni i smastund. Eg sat a bekk fyrir utan hollina a medan fraenkurnar og Kristin skodudu krunudjasnin sem geymd eru i hollinni. Allt i einu vard allt vitlaust, advorunarbjollur yldu og verdir hlupu stressadir um. Svo var hollinni lokad og sirenur heyrdust i fjarska og thad kom heil hersing af einhverjum vikingasveitarloggum med alls konar byssur og their rodudu ser kringum hollina. Eftir einhvern tima var folkinu tho hleypt ut ur hollinni. I dag for Kristin med fraenkum sinum i Tivoli.

21.7.03

Jord i Afriku og samastadur a Sjalandi


I gaer forum vid fra Kaupmannahofn til Helsingor. Vid komum vid i Rungstedlund thar sem Karen Blixen olst upp og thar sem hun bjo thegar hun kom fra Afriku. Thetta er dyrdarstadur vid Eyrarsund, thad sest ut a sjo og svo er skogivaxin haed fyrir aftan husid og thar er leidi Karenar vid stort beykitre. Thetta er fridland fugla og lika eins og frumskogur - eda ollu heldur hrifandi endurgerd af osnortnu landi og alls stadar blasir fogur sjon vid theim sem gengur stigana, thar eru hestar a engi, kindur a beit, fuglahopar vid tjarnir, litadyrd i gardi afskorinna bloma. Allt umlykt blarri sjonarrond Eyrarsundsins. Eg er lika ad lesa aevisogu Karenar, er ad spa i hvernig Afrika og Rungstedlund tengjast. Fadir Karenar framdi sjalfsmord thegar hun var unglingur, sogusagnir innan fjolskyldunnar voru um hraedilegan sjukdom, syphilis sem var eydni thess tima. Karen Blixen fekk lika syphilis og leitadi ser laekninga i Danmorku en thad matti ekki frettast hvada sjukdomur hrjadi hana. Skrytid ad margar myndir af henni lita ut eins og af anorexiusjuklingi en hun mun hafa kennt syphilis um veikindi sin seinna a aevinni. En hun var 49 ara thegar hun gaf ut syna fyrstu bok, gjaldthrota og uppflosnud eftir buskaparbasl i Kenya aratugum saman, fraskilin og buin ad missa besta vin sinn i flugslysi og hafdi farid aftur heim til mommu sinnar. Nokkur gott ad eiga glaestan rithofundaferill eftir thann tima og verda landsfraeg og heimsthekkt i lifanda lifi og vera alltaf kollud "Baronessan" af landsmonnum sinum.

I Helsingor dveljum vid a farfuglaheiminu Helsingor Vandrehjem. Thad er i gamalli villu med storum fallegum gardi og stendur alveg vid sjoinn. Eg sat i gaerkvoldi lengi i kvoldsolinni a bekk vid sjoinn, hordi yfir til Svithjodar og a Kronborgarkastala sem er sogusvid Hamlets risa upp ur sjonum. Las ævisogu Karenar Blixen en vid hlid mer las madur Harry Potter og kona spiladi Gameboy.

Thetta hljomar allt mjog yndislega en thad er tho eitt atridi sem hefur gert mer vistina her vid strendur og hafnir i Danmorku naestum obearilega. Thad virdist vera svo ad ymis konar poddur og "low life" sem raedst a folk og bitur og stingur virdist hafa lagt mig i einelti. Eg er utsteypt i einhvers konar storum eldraudum flekkjum. Their eru eins og brunasar. Og eg er virkilega ad meina utsteypt, ekki nokkrir flekkir heldur bara kalfar og haelar naestum eitt rautt samfellt sar. Thessu fylgir mikill svidi og vanlidan. Eda tha eg syni svona mikil ofnæmisvidbrogd, Kristin faer enga svona flekki og enginn annar. Mer finnst thetta reyndar soldid osanngjarnt ad poddurnar skuli ofsaekja mig svona, eg haf alltaf barist fyrir tilveruretti theirra og haldid thvi a lofti ad allar lifverur hafi tilverurett og reyni alltaf ad stiga ekki a poddur eda gera flugum mein.

19.7.03

Farfugl


Eg er komin med farfuglaskirteini. Thetta var svona augnablikshugdetta adur er eg for til Kaupmannahafnar og eg fekk strax skirteini. Upptendradist alveg af svona skata-, farfugla - og lydhaskolaanda, finnst thetta allt svo snidug fyrirbaeri en samt eitthvad ekki i tisku. Kannski thess vegna sem mer finnst thetta snidugt. Skrytid samt ad thetta se svona , er samt allt svona umhverfis- natturuverndar- heildraen althjodleg hugsun og ekki byggd a markadshyggju. En naesta skrefid verdur sennilega bara ad ganga i skatana eda fara a lydhaskola. Systir min er buin ad vera a lydhaskola a Jotlandi i nokkrar vikur ad laera donsku. Thetta farfuglaaevintyri mitt byrjadi samt ekki vel, thad var fullbokad a farfulgaheimilinu sem eg aetladi a i Kaupmannahofn svo eg for med Kristinu a eitthvad svona Use-It typu af hosteli sem madur fer a thegar madur aetlar ad djamma alla nottina ekki vera med ungling i menningareisu. Thetta hoster er nidri i Christianshavn, thad heitir Luftmadressen og er i eldgomlu voruhusi umlukt sikjum a alla vegu. Thad er sniduglega innrettad, allt einn almenningur en stukad i holf med risastorum raudum gardinum og a stafnveggnum synda fiskar... thad er varpad upp ur skjavarpa risastorri mynd af syndandi fiskum. Kannski var thad thess vegna sem mig dreymdi thennan draum i nott um fiskibeinamal, eitthvad tungumal sem enginn skilur. Vid komum i myrkri undir midnaetti i gaer en i morgun thegar vid komum ut tha sa eg ad vid erum beint a moti tilvonandi menningarhusi Islendinga og Graenlendinga og Faereyjinga. Thad blasir vid hinu megin vid eitt sikid og thetta er vist sogulegt svaedi, var midstod Graenlandsverslunarinnar.

I dag erum vid bunar ad rolta um i gomlu Kaupmannahofn og Strikinu hafandi engan tilgang i lifinu annan en kaupa allt snidugt sem vid sjaum i budum. Sem thyddi nokkud miklar klyfjar strax i upphafi dags. Eg keypti tvaer baekur til ad lesa i fyrirhugudu strandlifi, thad voru frasagnir af lifshlaupi tveggja kvenna, Hannah Arendt og Karen Blixen. A morgum aetlum vid a farfuglaheimili vid strondina i Helsingor. Annad sem vid gerdum i dag var ad fara a strondina i Klampenborg. Svo forum vid sidla dags inn i Kristjaniu en thad var lidur i menningaruppeldi Kristinar ad syna henni thann stad adur og ef honum verdur lokad. Saga Kristjaniu er mikilvaegur partur af sogu Kaupmannahafnar. Eg kom oft i Kristjaniu thegar eg bjo eitt sumar i Kaupmannahofn med Astu thegar hun var barn. Eg man ekki eftir svona opinni dopsolu thar tha, man helst ad thetta var eins og risastor hippakommuna og hasskulturinn var voda mikid inn og hass selt undir bordum en alls konar hassreykingataeki voru vinsaelir minningargripir. Eda kannski er eg ad fegra minninguna, Kristjania sa Kaupmannahofn fyrir hassi tha og virdist gera thad enntha. Virdist vera voda medvitud um thetta hlutverk sitt, satt best ad segja hefur madur a tilfinningunni ad thetta se eina sem fer tharna fram og allir thar seu med hass a heilanum. Their sem eg hef thekkt i gegnum tidina sem voru svoleidis eru allir mestmegnis heiladaudir og hafa breyst i svona zombia eda svona "lifandi dauda" eins og einhver fornarlomb ur voodoo galdri. En hampurinn er ordinn ad einhvers konar truar- og tilbeidslutakni tharna og vida voru einhvers konar svona myndir sem syndu og sogdu a myndmali; "vid erum goda folkid, vid seljum ekki hart dop, bara thessa eldgomlu laekningajurt"- Snidugt ad folk skuli finna rettlaetingu fyrir ad hafa tekjur sinar af dopsolu. Ekki thad ad eg haldi ad hass se eitur, gerir folki sjalfsagt bara gott i litlum skommtum. Alveg eins og raudvin. Alveg eins og nikotin fyrir alsheimer sjuklinga. En ofneysla og fikn a hassi er eins haettuleg og mannskemmandi og ofneysla a afengi og reykingar. Kristin tok thessari menningarferd i Kristjaniu illa, henni fannst thetta skuggalegur stadur og vildi ekki vera thar nema orskamma stund og alls ekki fara a neitt veitingahusid thar. Thad er ekki haettulegt ad vera tharna i dagsbirtu og eiginlega finnst mer svolitid snidug stemming tharna svona og husin sum sniduglega skreytt og einhver anarkiskur andi svifur tharna yfir votnum. En vid gengum um Kristjanshofn og bordudum svo her a veitingahusinu vid hlidina a hostelinu og hordum a myrkrid setjast yfir borgina og ljosin speglast i sikjunum.

15.7.03

Elínborg - Minnisvarði um óþekktu systurinaBautasteina,
þá er standa brautu að
reisat man að mani.


Ég var í sveitinni fram á mánudag. Hvarf aftur í aldir og inn í náttúru Íslands í nokkra daga og þræddi dali í Borgarfirði, Húnaþingi og Skagafirði. Gerði margt af mér og eitt af því var að setja upp lágreistan minnisvarða sem sést samt vel frá þjóðveg númer eitt. Minnisvarðinn er um Elínborgu Pétursdóttur og hann stendur við hliðina á öðrum og veglegri minnisvarða sem afhjúpaður var við hátíðlega athöfn fyrir fimm árum. Stóri minnisvarðinn er um þrjá bræður Elínborgar en þeir voru Pétur Pétursson, biskup, Brynjólfur Pétursson, Fjölnismaður og deildarstjóri í Rentukammerinu, og Jón Pétursson, háyfirdómari. Það er mjög fallegt listaverk sem sést líka vel frá þjóðvegi númer eitt. Þessi systkini voru börn Þóru Brynjólfsdóttur og sr. Péturs Péturssonar sem varð prestur á Miklabæ þegar það prestakall losnaði við hvarf séra Odds Gíslasonar 1786. Síðar fluttu Þóra og Pétur til Víðivalla sem er næsti bær við Miklabæ. Minnisvarðarnir eru á álfaklöpp í trjálundi á milli Miklabæjar og Víðivalla. Þar er útsýni fagurt yfir Héraðsvötnin og Skagafjörð og hinu megin við þjóðveg númer eitt var Örlygsstaðabardagi háður. Þessi bardagi markar skil í Íslandssögunni - endalok Sturlungaaldar. Þetta er góður staður fyrir minnisvarða um óþekktu systurina.

11.7.03

Fréttamat íslenskra fjölmiðla


Ég held að íslenska pressan flytji bara fréttir af því sem er gott fyrir Ísland og þegar fólk í útlöndum talar vel um Ísland og þegar Ísland er efst miðað við fólksfjölda í einhverju og þegar Ísland trjónir á toppnum í einhverju góðu. Held þetta sé svo sem ágætt, gott að gera okkur ánægð með okkur sjálf, lífshamingjan felst líka í því að halda að maður sé hamingjusamur og af ættbálki þar sem allir geti ausið úr gnægtabrunnum heimsins. En stundum laumast erlendir fjölmiðlar til að birta einhverjar neikvæðar fréttir um ástandið á Íslandi og það finnst íslenskum fjölmiðlum ekki vera fréttnæmt. Alla vega sá ég enga frétt í netmiðlum um að það var sérstaklega minnst á Ísland í stórblaðinu New York Times í fyrradag 9. júlí. Þetta virðist vera tekið úr fréttaskeyti frá Reuters #0149 og fréttin um Ísland er svona:

ICELAND: ACCUSATIONS OF SEX TRAFFICKING The European Commission Against Racism and Intolerance criticized Iceland over immigrant women who end up working in the sex trades after being snared by traffickers. "There is a suspicion that some of the women, especially those from Eastern and Central Europe, have been brought to Iceland under false pretenses and then coerced to work as striptease dancers or prostitutes," the panel said. It also described as discriminatory a law that requires all foreigners apart from Scandinavians to carry identification. (Agence France-Presse)

Nánar er þessi skýrsla hérna:
Second report on Iceland
Hér er skýrslan á íslensku Önnur skýrsla - Evrópunefndin gegn kynþáttafordómum og umburðarleysi

Það er heilmikil umræða um þessa frétt og almennt um femínisma á nýja umræðuvefnum www.malefnin.com. Það er ástæða til að benda G*** og öðrum sem áhuga hafa á að tala um jafnréttismál en sem hafa skynjað að þeir séu ekki velkomnir á umræðulistum og spjallþráðum íslenskra femínista að þessi nýi umræðuvefur virðist ekki setja þau skilyrði fyrir þátttöku í umræðunni að fólk sé femínistar. Gott framtak að setja upp þennan vef!

þetta er svona þreytt fréttablogg hjá mér í anda Þreyttustu fréttanna enda er ég alveg sammála því að Mogginn fór yfir strikið núna í gúrkutíðinni með þessari frétt :" Ylströndin í Nauthólsvík er meðal 10 bestu baðstranda í Evrópu að mati breska dagblaðsins The Guardian.". En það er einhvern veginn samt sumarlegra að flytja fréttir af strandlífi en sextraffík.

10.7.03

Femínistafélagið hefur áhyggjur af fréttamati Stöðvar 2


Ég sé að mbl.is er kominn með frétt um nýjustu ályktunina frá Femínistafélaginu sem við vorum bara að fínpússa í morgun og það hringdi fyrr í dag í mig fréttamaður svo ég vona að þeir fjalli um málið á ljósvakamiðlum. Hann hafði áhuga á að ræða um mismunandi fréttamat eftir kynjum. Svo er blogg og femínismi orðið eins og síamstvíburar, bloggarar fjalla mest um femínisk málefni og femínistar fjalla svo núna mest um blogg. Nýjasta heftið af femínistatímaritinu VERA er með þemað BLOGG og það er eina orðið á forsíðunni.
.... Kata var að skrifa að hún verður í hringborðsumræðum kl. 17 hjá Rúv á Rás 2 út af ályktuninni... ég verð svo í Víðsjá hjá Ævari á Rás 1 sem ég held að verði útvarpað kl. 17:45 ... lofar góðu..

9.7.03

Áður en ég fitja upp á einhverju nýju..


Áður en ég fitja upp á einhverju nýju þá verð ég að muna eftir að bera það undir vefstrumpinn svo ég geti gert nákvæma áætlun um efniskaup. Það er ekkert eins perrandi eins og þegar maður misreiknar sig og kaupir of fáar eða of margar dokkur af garni. Það er samt verra að kaupa of lítið. Ef maður á garnafganga, getur maður getur safnað þeim saman og farið út í dúlluhekl.
Á morgun fimmtudag þá ætla ég í þáttinn Víðsjá hjá Ævari á Ríkisútvarpinu. Ég ætla að tala um Femínistafélagið og Internetið og ofsóknirnar og það sem er best er að ég get sagt hvað sem er vegna þess að það hlustar enginn bloggari. Þetta er nefnilega menningarþáttur á Rás 1. Ég er að spá í hvað ég eigi að tala um... kannski segja mína hlið á stóra umtalsmálinu...

4.7.03

Talblogg frá fundum og viðburðum


Nú er ég að prófa til hvers maður getur notað talblogg. Við notuðum talblogg til að lýsa atburðarásinni við Goldfinger síðasta laugardagskvöld og ég bloggaði tvisvar frá ráðsfundinum á Tapasbarnum í gærkvöldi. Held að talblogg séu fín fyrir viðburði, til að lýsa framvindu atburða og til að lýsa því frá mörgum sjónarhornum. Held að talblogg séu líka fín fyrir svona talaðar örstuttar fundargerðir og minnispunkta. Verð að prófa aðra möguleika, dettur í hug að sniðugt væri að t.d. allar ráðskonur/ráðsmenn í félaginu segðu í nokkrar sekúndur frá starfinu í sínum hóp. Mér sýnist þetta virka vel sem eitt af mörgum tækjum til að miðla fréttum til félagsmanna. Kannski væri líka sniðugt að hafa viðtöl í talbloggi - eða leyfa fólki að hringja inn og segja reynslusögur eða frá viðhorfum sínum.... Nýtt og spennandi verkfæri... gaman að pæla í til hvers er hægt að nota það.

3.7.03

Mótmæli íslenskra femínista í heimspressunni

Það hafa verið að detta inn fréttir um vændismótmæli íslenskra femínista, byrjaði með að það var á mörgum áströlskum fréttarásum í nótt. Fínt að það eru svo margir femínistar víða um heim sem segja okkur frá umræðunni og athyglinni, við hefðum ekkert tekið eftir því annars. Nema náttúrulega því sem kemur í Morgunblaðinu.

En Mogginn fylgist líka með og svona frétt er þar í dag:
Svíar taka undir gagnrýni Íslendinga á vændi í tengslum við Ólympíuleikana

Sænska ríkisstjórnin tekur nú undir gagnrýni Íslendinga á ákvörðun borgaryfirvalda í Aþenu um að leyfa fjölgun vændishúsa í tengslum við Ólympíuleikana á næsta ári. Mona Sahlin, sem meðal annars fer með íþróttamál í ríkisstjórninni, og Margareta Winberg, aðstoðarforsætisráðherra og jafnréttisráðherra, ætla að koma mótmælum á framfæri við Alþjóðaólympíunefndina.

Þetta er líka heilmikið í sænskum fréttum, hefur náð alveg inn í ríkisstjórnina sænsku:
Sjá hér frétt á sænska Yahoo

Svo er komin frétt um aðgerðir íslenskra feminista í Guardian og þar m.a. vitnað í Kristínu Ástgeirsdóttur.

Sjá: http://www.guardian.co.uk/international/story/0,3604,989889,00.html

Þar er heilmikið vitnað í Femínistafélag Íslands:

Last night a group of Icelandic feminists also stepped into the fray, denouncing "proposals [that go against] the spirit of the Olympic games".

"The proposals by Athens officials are in total contrast to the spirit of the Olympic games which advocates health, peace, sexual equality and co-operation," said Kirstin Astgeirsdottir, a spokeswoman for the Icelandic Feminist Association.

Ég er bara nokkuð ánægð með þetta. Enda er ég búin að uppgötva að það er gott fyrir sálina að vera aktivisti fyrir málstað sem maður trúir á.

2.7.03

Fyrst Goldfinger, svo Aþena...Þessi grein birtist í sænska dagblaðinu Dagens Nyheter í morgun:
Isländsk ilska mot grekiska OS-bordeller

Áhugavert líka þetta með bankarann sem sagði strákunum Popp Tíví blygðunarlaust frá bankinu.

Það var einhver að tjá sig í kommentunum hjá mér og sagði: "Þarna voruð þið meðvitað að lítillækka og brennimerkja alla þá sem vildu kíkja inn á Goldfinger". Við sem vorum bara að selja merki og tókum ekki myndir af neinum nema með samþykki. Skyldi þessum sama ekki finnast Popp Tíví vera meðvitað að lítillækka þá sem hafa gaman af því að berja konurnar sínar?

1.7.03

Aumingjastimpill


Aðvörun!!! þetta er enn eitt femínistabloggið

Hérna á eftir tæti ég niður grein Gunnars Smára Jafnréttið eftir jafnréttið sem birtist í Fréttablaðinu bl.15 þann 27. júní og grein Signýjar Sigurðardóttur Gerendur og þolendur sem birtist 30. júní 2003

Er þessi grein Signýjar grín?
Sem slík er hún ok. Ekkert sérstaklega fyndin samt.
Signý segir um Femínistafélagið: "...þá hef ég orðið fyrir miklum vonbrigðum með árherslur þeirra. Það að leggja svo mikla áherslu á “aumingjahlutverkið”...". Signý segir um kvennasamtökin Sjálfstæðar konur: "...því málflutningur þessara kynsystra minna allar götur síðan hefur miklu fremur verið í þá átt að vinna gegn jafnrétti en að stuðla að því..."

Signý mærir jafnréttisgreinar Gunnar Smára meira en góðu hófi gegnir, sérstakt lof ber hún á "ábendingar til okkar kvenna um að líta í eigin barm". Oflof er last og greinaskrif Gunnars Smára verða nánast afkáraleg þegar kona sem kallar sig jafnréttissinna notar skrifin til að gera lítið úr margs konar jafnréttisbaráttu og fellur í þá gryfju að nota í orðræðu sinni ónefni og háðsorð sem andstæðingar þeirrar jafnréttisbaráttu hafa búið til. Hún talar um "fórnarlambshlutverkið" og "aumingjastimpil" og "aumingjahlutverkið". Signý virðist líka telja að barátta fyrir jafnrétti á vinnumarkaði tengist ekki lítilsvirðingu kvenna á kynlífsmarkaði. Hún margendurtekur þetta í greininni: "Ég held að hér séu tveir ólíkir hlutir á ferðinni sem ber mikla nauðsyn til að aðskilja...". Signý segir önnur atriði mikilvægari en baráttu gegn notkun kvenlíkamans í auglýsingum.

Í greininni Jafnréttið eftir jafnréttið fjallar Gunnar Smári um að þó að lögformlegu jafnrétti sé náð þá er hið raunverulega jafnrétti langt undan. Gunnar Smári segir að baráttuaðferðir og sjálfsmynd þriðju bylgju femínista verði að laga sig að þessu.

Hann segir að galdurinn við að berjast fyrir jafnrétti hljóti að felast í sjálfmyndinni frekar en kröfum um breytingar á samfélaginu. Það sé rétt fyrir femínista að beina kröfunum að sjálfum sér.

Þetta er alla vega mín túlkun á grein Gunnars Smára. Með öðrum orðum. Femínistar eiga að leggja minni áherslu á samfélagsbreytingar og reyna frekar að breyta sjálfsmynd sinni/sjálfsmynd kvenna.

Ég er sammála sumu í þessari grein Gunnars. Sérstaklega þeirri staðreynd að lögformlegt jafnrétti er mun lengra komið en raunverulegt jafnrétti. Og það þarf að breyta sjálfsmynd flestra kvenna. Það þarf reyndar ennþá frekar að breyta sjálfsmynd flestra karla.

En þetta með að beina kröfunum að sjálfum sér hljómar soldið einkennilega... náttúrulega miklu þægilegra fyrir þá sem vilja halda völdum ef ódælir undirokaðir hópar eyða öllu púðrinu í því að breyta sjálfum sér...

Ég held að það sé skynsamlegast að beina kröftunum að sjálfum sér og kröfunum út á við. Það hafa undirokaðir hópar alltaf gert - safnað kröftum og byggt upp samtakamátt og herjað svo á þá sem hafa völdin. Og það má líka stunda skæruhernað í dag á ímyndir og sjálfsmyndir.

Ég hef þetta að segja um málflutning Signýjar og Gunnars Smára:

Mér finnst bara hið besta mál að sem flestir velti fyrir sér femínisma og finni sjálfir sinn takt í jafnréttismálum. Það er allt í fína að Signý og Gunnar Smári séu ekki með sömu áherslur og ég. Minn sannleikur er ekki endilega sannleikur allra annarra og þó mér finnist mikilvægt að ímynd kvenna í máli og myndum sé ekki afmennskuð og að manneskjur eða líkamshlutar af manneskjum séu ekki söluvörur á markaði þá finnst kannski öðrum það hégómi einn. Ég vil hvetja þau bæði til að gera eitthvað í þeim málum sem þeim finnst brýn og reyna að breyta heiminum til að gera hann að betri stað fyrir alla, kannski alveg eins með að breyta sjálfum sér og sínu nánasta umhverfi. En ég vil líka hvetja þau til að gera ekki lítið úr baráttu annarra sem vinna að mannréttindamálum.

Ég vil vinna að mannréttindamálum og ég geri það núna innan Femínistafélagsins. Ég trúi á þann málstað sem ég vinn að og það veitir mér ánægju að gera eitthvað í málunum - ekki bara hugsa um hvað er að og tala um það og segja einhverjum öðrum hvað þeir eigi að gera. Ég var fyrir utan nektardansstaðinn Goldfinger á laugardagskvöldið með ofbeldisvarnarhópi Femínistafélagsins að selja merki til að vekja neytendur kynlífsiðnaðarins til umhugsunar um athæfi sitt. Sjá myndir á vefsíðu og talskeyti af vettvangi. Tilgangurinn var líka að hafa áhrif á fjölmiðla þannig að kastljósið væri ekki alltaf á stúlkurnar í súludansinum þegar fjallað er í fjölmiðlum um slíka staði - heldur að færa kastljósið að viðskiptavinunum - að þeim sem kaupa kynlífsþjónustu. Þetta kvöld rann upp fyrir mér hversu brjóstumkennanlegir sumir viðskiptavinir slíkra staða eru, viðskiptavinir sem halda að það sé hægt að kaupa eilífa æsku og ást og hamingju með því að mergsjúga aðrar manneskjur og kaupa af þeim blíðu í litlum skömmtum. Það hæfir betur að nota orð eins og "aumingjastimpill" um slíka viðskiptavini en að nota það orð um femínista.