Var að renna yfir tilnefningar til bloggverðlauna 2005
Ég ætla að velja flickr sem besta meme og Warning Blogs Can Be Infectious sem bestu greinina um blogg.
Hér eru tilnefnd memes og blogggreinar
Nokkrar hugmyndir (memes) sem hafa dreifst um bloggheima
Flickr - Þetta er frábært kerfi, ég læt alla nemendur mína nota þetta núna og hef samið leiðbeiningar um þetta Það er ekki bara að þetta sé kerfi til að geyma myndir, þetta er netsamfélag um myndir og það er svo einfalt að setja merkingar á myndirnar sínar og nota merkingar annarra.
Podcasting Get ekki sagt að þetta hafi kveikt í mér, ég er ekki búinn að fá mér ipod. En hér er grein í wikipedia um podcasting og skilgreining hjá Dave Winer.
The grey album Danger Mouse kom remix á aktívistakortið. hjóðblendilist.
Er ekki blendilist annars flott orð fyrir remix?
Is my blog burning? Sniðug hugmynd til að tengja saman þá sem blogga um mat.
Photofriday Póstuð hugmynd vikunnar og allir geta skilað inn myndaslóð. Sniðug hugmynd. Ég setti strax inn hlekk í myndasíðu hjá mér undir þemanu "youth". Ég er númer 410 þessa viku.
Nokkrar greinar um blogg sem tilnefndar eru:
Warning Blogs Can Be Infectious Mest lesnu bloggin eru ekki endilega þau með frumlegustu hugmyndirnar. Það er áhugavert að skoða hvernig hugmyndir flæða um Netið. Rannsóknir á mynstrum í bloggheimi hafa sýnt að hugmyndir sem hentar eru á lofti á einhverjum vinsælum bloggum hafa oft komið fram áður einhvers staðar á einhverjum tiltölulega óþekktum bloggum.
"What we're finding is that the important people on the Web are not necessarily the people with the most explicit links (back to their sites), but the people who cause epidemics in blog networks". Þetta sýnir hve miklar veilur eru í leitarkerfum sem leita að uppsprettu þekkingar eftir tíðni vísana og hve margir skoða.
How to blog er ágætar leiðbeiningar til nýrra bloggara, hentar þeim sem vilja nota blogg sem tjáningartæki og hafa lesendur. Ég er ekki viss um að ég líti þannig á blogg. Einmitt núna lít ég á blogg fyrst og fremst sem samræður við sjálfa mig og framlengingu á vitsmunalífi. Einhvers konar verkfæri til að mæla ferli eða þroska. Líka tæki til að gera miðlunartilraunir með. En mér fannst flott að höfundur ráðleggur fólki að nota Blogger, ég er sammála því og þeim rökum sem hann notar, blogg er taltól alþýðunnar.
Blogs, bandwith and banjos er grein um hvernig blogg þróast og hvað gerist þegar það verður tæki til að binda saman litla hópa.
Random reality bites er grein um bloggara sem vinnur á bráðamótttöku. Ég skil reyndar ekki hvers vegna þessi grein er tilnefnd til verðlauna, kannski það sé vegna þess að við höfum Sigga pönkhjúkku sem hefur bloggað til marga ára. Reyndar oftast ekki um spítalalífið.
New kids on the blog enn en grein fyrir upplýsta dagblaðslesendur sem spyrja" Hvað er þetta blogg sem allir eru að tala um?"
Svo var ég að skoða myndabloggin sem eru tilnefnd. Ég er hrifin af þessu satanslaundromat.com það eru myndir götulífi og af niðurníddum hverfum en þær eru svo hrífandi fallegar og listrænar þrátt fyrir að myndefnið sé ljótleikinn.



