26.5.05

Vor i Barcelona
Núna er ég stodd í Barcelona á málthingi á vegum Athena.org
Ég thyrfti ad kunna meira í spaensku.

13.5.05

Húsið

Í fyrradag var ég að skoða myndasyrpur í Moviemaker og Photostory. Ég var að skoða stuttmynd Þuríðar um húsin sem á að rífa og stuttmynd Kjartans um Álfabyggðina og hugsa um hús. Þá var dyrabjöllunni hringt, það var pósturinn að koma með ábyrgðarbréf til okkar. Það var tilboð í húsið. Við vorum forviða. Daginn eftir var svo hringt frá fasteignafélagi og grennslast fyrir hvort við hefðum ekki fengið bréfið. Tilboðið var svimandi hátt. En húsið hefur aldrei verið til sölu.

7.5.05

Myndasyrpa frá vorsýningu Listaháskólans
xIMG_5974Hérna er myndasyrpan mín frá vorsýningu LHÍ fyrr í dag. Sýningin er á Kjarvalsstöðum. Ég var hrifnust af einum sjávaraktívistabás, bæði fannst mér frábær tenging við íslenskan raunveruleika, litirnir á kjólnum minntu mig á vinnuföt og líka á blóð sem skvettist um allt, það var líka fiskikort upp á vegg sem hreif mig, það er ekki oft sem arðrán fiskimiða er túlkað á svona listrænan hátt.

Reyndar var ég hrifnust af fötunum og nokkrum vídeóverkum, ég held að það sé vegna þess að mér finnst svo flott list sem er færanleg og sem maður íklæðist á einhvern hátt. Það sem hreif mig minnst á þessari sýningu var arkitektúrsýningin, það voru hugmyndir um grunnskóla og bókasöfn. Það var nú reyndar bara sorglegt að sjá hvað hugmyndir um þekkingarsetur eru staðnaðar og hvað lítið er tekið mið af því hvernig flæði þekkingar og samskipti manna eru.

4.5.05

Myndir frá 1. maí

Hér er myndasyrpan mín frá 1. maí kröfugöngunni og útifundinum. Ég hef farið í þessa göngu síðan elstu menn muna, ég er mjög hrifin af göngum þar sem fólk heldur á loft skiltum. Fyrsti maí er helgur dagur, núna er hann kallaður verkalýðsdagurinn og var einn helsti hátíðisdagur Sovétríkjanna sálugu. Sumum finnst að verkalýðsfélögin eigi daginn og alls konar öfgahópar eins og við femínistar séum að skemma fyrir þeim þessar rauðu fánagöngur með Lúðrasveit verkalýðsins. En 1. maí er líka dagurinn sem nýjar hreyfingar koma fram, það var fyrir 35 árum sem Rauðsokkur komu fram í 1. maí göngu og vorum við líka að halda upp á það. Fyrsti maí er líka forn skosk og írsk og galísk vorhátíð sem kallast beltane.

Margir gengu með femínistum og við máluðum nokkur kröfuspjöld heima hjá Kötu á föstudagskvöldinu. Það að var mjög grasrótarlegt eins og sést á letrinu á bleiku spjöldunum. Ég málaði spjaldið "Vændi er ofbeldi" og svo átti ég hugmynd að textanum "Hæstiréttur er húsbóndaréttur" og svona tákni um hvernig tölfræðikökurnar skipta völdum karla og kvenna í tvo parta: "Bróðurpartinn og bleika sneiðin" og mér finnst sniðugt að teikna bróðurpartinn eins og Pacman sem étur allt sem fyrir er. Það voru mörg fleiri femínistaskilti eins og "Manneskja ekki markaðsvara" sem er það sama og Rauðsokkur gengu með fyrir 35 árum og "Takk Rauðsokkur", "Það er síminn Agnes!" svona til að hnykkja á því að núna eiga konur að svara kallinu og láta til sín taka í atvinnulífinu eins og Agnes gerði með "Vaknið Íslendingar" greininni sinni. Við vorum líka með skilti "Vaknið konur" og "Vöknum karlar" og það sem mesta athygli vakti var hugmynd Gísla Hrafns: "Eru "listdansarar í þínu stéttarfélagi?". Mér finnst þetta bara dáldið flott ganga og gaman að vera ekki bara áhorfandi og velja sér skilti til að ganga undir heldur líka taka þátt í að búa til skiltin. Það er núna hægt að kaupa femínistableika málningu í Hörpu í Hafnarfirði sem er sami litur og á undarrennufernunum.
Fyrsti maí 2001

Fyrsti maí 2002

Fyrsti maí 2003

Fyrsti maí 2004
Fyrsti maí 2004 (Bjarni Ólafssson)

Fyrsti maí 2005

1.5.05

Prófun á myndum
Ég er að prófa að senda myndatilvísanir inn á blogg og reyna að læra betur á nýju Ixus myndavélina mína og vera snögg að setja myndir inn í vefalbúm. Ég var að uppgötva nýjan fídus, það er hægt að taka myndir í serpia tónum beint á myndavélina og svo get ég breytt birtu og litum og skorið myndina til í Zoombrowser og sett á í Flickr Uploadr. Ég sleppi þá að nota Photoshop eða Fireworks og það innan bara mínútur að hlaða myndum inn í tölvuna mína, þá opnast zoombrowser sjálfkrafa, ég klippi til, lýsi og breyti litum ef með þarf og vista myndir aftur. Dreg svo allar myndir sem ég ætla að flytja á vefinn inn í Flickr Uploadr og smelli á upload. Hér er mynd sem ég tók áðan af dætrunum, önnur var að fara í aukatíma en hin út að hlaupa.

Kristín og �sta
Myndasmiður er Salvor.