21.7.05

London i dag
Vid forum til London gegnum Stansted i morgun. Vid skiptum a ibud og bil vid fjolskyldu sem byr i Austur London, nalaegt brautarstodinni Bethnal Green. Vid thurftum ad syna vegabrefin okkar alla vega fjorum sinnum a Islandi og a flugvellinum i Stansted thegar vid lentum thar rett fyrir hadegi voru vigalegir logreglumenn med alvaepni i vegabrefaskoduninni, their gengu eftir rodinni af Islendingum sem bidu med hendi a gikknum a velbyssu og their voru lika med skammbyssur og thad glytti i handjarn i rassvasanum. Vid gontudumst med thetta, Bretar vaeru ordnir paranoid eftir 7. juli og vid toldum ad thetta vaeri lika odrum thraedi syning, svona til ad syna almenningi ad thad vaeri verid ad passa obreytta borgara.

Svo tokum vid rutu fra Terravision sem for fra Stansted kl. 12.30 og atti ad fara ad Liverpoolstreet og svo a Victoria stodina. Vid satum i naestaftasta saetinu. Rett adur en rutan for tha uppgotvadi madur i aftursaetinu ad thar var bakboki sem enginn i aftasta saetinu atti. Hann spurdi okkur i naestu saetum hvort vid aettum hann en enginn kannadist vid thad. Madurinn for med bakpokann fram i rutuna og eg held ad bakpokinn hafi verid fjarlaegdur, svona farangur sem skilinn er eftir i almenningssamgongutaekjum er litinn alvarlegum augum og vid hugsudum eins og allir hugsa i London nuna ad thad vaeri gott ad folkid i saetinu fyrir aftan okkur vaeri a verdi. Madur veit aldrei.. Brostum lika yfir hvad vid erum ordin tortryggin. Rutan for um sveitirnar i nagrenni London og vid spadum i hvad vaeri verid ad raekta a okrunum og hvada trjategundir yxu a morkum akurteiganna.

Vid komum a Liverpoolstodina kl. 13.30 og akkurat tha hafdi verid tilkynnt um sprengingu i straetisvagni i Bethnal Green. "1330: Police respond to reports of an explosion on a Number 26 bus in Bethnal Green, east London. There are no injuries." Vid vissum thad ekki tha, vissum bara ad thad var undarlega erfitt ad fa leigubil. Vid vissum fyrst af sprengingunum thegar Gyda sem vid vorum ad fara til hringdi og sagdi ad Hackney Road og stor hluti af hverfinu i kring vaeri lokad en vid vorum ad fara i husid hennar sem er thar rett hja. Vid komumst tho thangad a endanum eftir ad hun hafdi gefid bilstjoranum fyrirmaeli um hvada leid hann aetti ad fara. Allan daginn hafa verid mikil laeti her i hverfinu ut af sirennum logreglubila og hopum logreglumanna sem her fara um a motorhjolum. Thad eru enntha i kvold borgarlogreglur a verdi vid Hackney road her rett hja. En nuna adan var eg ad sja i frettum ad i einhverjum af sprengingunum i dag tha var thad bakpoki sem skilinn hafdi verid eftir sem sprakk i loft upp. Eg get ekki annad en hugsad til bakpokans sem var i rutunni i morgun, a sama tima og hinar sprengingarnar, get ekki annad hugsad en hvad ef thad hefur verid sprengja i theim bakpoka..

Brautarstodin herna hja okkur Bethnal Green var vettvangur harmleiks i heimstyrjoldinni sidari, fjoldi folks hafdi leitad thar skjols vegna loftarasanna a London og margir letust thegar sprengjur fellu thar. Thessu atviki var haldid leyndu thangad til i stridslok, ad eg held til ad draga ekki kjark ur ibuum London a medan a loftarasunum stod. En nuna er onnur ogn, sprengjurnar koma innan fra og thad er talad um "the enemy within" og ovinurinn er ad vinna, nuna hafa stjornvold enginn rad til ad takmarka frettaflutning sem eydileggur barattuthrek borgarbua - ovinurinn er ad vinna fjolmidlastridid og sa otta og tortryggni i salu allra sem nota almenningssamgongur herna i borginni.

En thratt fyrir ad komu okkar her til Austur London hafi komid a thessum tima tha hofum vid thad gott herna og kunnum vel vid okkur. Vid erum i meira en hundrad ara gomlu radhusi med longum og villtum og frabaerum gardi og vid enda gardsins er siki og hinum megin vid thad er Viktoriugardurinn. Thetta er eins og ad vera ut i sveit en vera samt midsvaedis i London. Folk er a batum a sikinu og Thames ain er her stutt fra. Pete segir frabaera gonguleid ad fylgja sikinu ad Thames. Eg kann strax vel vid mig herna og hlakka til ad verda "East ender" naesta halfa manudinn. Vona samt ad thad verdi meira folgid i ad skoda mannlifid og menninguna og umhverfid en ad fylgjast med og ottast sprengjur.

Eg las i frettunum a BBC adan:"The attacks took place almost simultaneously, at about 1230 BST." Mer finnst othaegilegt ad hugsa um ad einmitt tha var eg i rutu thar sem fannst bakpoki sem enginn kannadist vid og vid oll sem vorum i oftustu saetunum i rutunni vorum ad hugsa um hrydjuverkaognina.